Byssumaðurinn sagði skilið við söfnuðinn í illu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 14:23 Lík eins fórnarlambanna flutt í sendiferðabíl frá ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi í morgun. AP/Markus Schreiber Karlmaður á fertugsaldri sem skaut sex manns og ófætt barn til bana í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í gærkvöldi sagði skilið við söfnuðinn í illu fyrir einu og hálfu ári, að sögn þýska yfirvalda. Lögregla ræddi við manninn í janúar þegar henni barst ábending um að hann hefði sýnt reiði í garð trúaðra. Átta til viðbótar eru særðir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að tala látinna gæti hækkað enn. Um fimmtíu manns voru í samkomusalnum þegar skotárásin hófst, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fórnarlömbin eru öll þýskir ríkisborgarar fyrir utan tvær konur sem særðust. Önnur þeirra er frá Úganda en hin frá Úkraínu. Á meðal þeirra látnu voru fjórir karlar og tvær konur auk ófædds stúlkubarns. Lögreglan segir að móðir þess hafi lifað af. Byssumaðurinn svipti sig lífi. Lögregla viðurkenndi í dag að henni hefði borist nafnlaus ábending um að byssumaðurinn hefði sýnt sérstaka reiði í garð trúarhópa, votta sérstaklega og vinnuveitanda síns í janúar. Hann kynni að vera óhæfur andlega til þess að eiga skotvopn. Maðurinn hafi reynst samvinnuþýður og lögregla ekki haft neina ástæðu til þess að svipta hann hálfsjálfvirkri skammbyssu sem hann átti löglega. Árásarmaðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Philipp F. en hann var 35 ára gamall þýskur ríkisborgari. Lögregla segir að hann hafi gengið sjálfviljugur úr vottasöfnuðinum fyrir einu og hálfu ári en svo virðist sem að það hafi ekki verið í góðu. Yfirvöld segjast hafa útilokað að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Talið er að morðinginn hafi skotið oftar en hundrað sinnum inni í salnum. Lögreglumenn virðast hafa komið á vettvang þegar árásin var enn í gangi. Þegar þá bar að garði hafi byssumaðurinn hlaupið upp á efri hæð byggingarinnar og skotið sjálfan sig. Lögreglan telur að hún hafi forðað frekari mannfalli þrátt fyrir að hún hafi ekki þurft að beita skotvopnum til að stöðva morðingjann. Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Átta til viðbótar eru særðir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að tala látinna gæti hækkað enn. Um fimmtíu manns voru í samkomusalnum þegar skotárásin hófst, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fórnarlömbin eru öll þýskir ríkisborgarar fyrir utan tvær konur sem særðust. Önnur þeirra er frá Úganda en hin frá Úkraínu. Á meðal þeirra látnu voru fjórir karlar og tvær konur auk ófædds stúlkubarns. Lögreglan segir að móðir þess hafi lifað af. Byssumaðurinn svipti sig lífi. Lögregla viðurkenndi í dag að henni hefði borist nafnlaus ábending um að byssumaðurinn hefði sýnt sérstaka reiði í garð trúarhópa, votta sérstaklega og vinnuveitanda síns í janúar. Hann kynni að vera óhæfur andlega til þess að eiga skotvopn. Maðurinn hafi reynst samvinnuþýður og lögregla ekki haft neina ástæðu til þess að svipta hann hálfsjálfvirkri skammbyssu sem hann átti löglega. Árásarmaðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Philipp F. en hann var 35 ára gamall þýskur ríkisborgari. Lögregla segir að hann hafi gengið sjálfviljugur úr vottasöfnuðinum fyrir einu og hálfu ári en svo virðist sem að það hafi ekki verið í góðu. Yfirvöld segjast hafa útilokað að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Talið er að morðinginn hafi skotið oftar en hundrað sinnum inni í salnum. Lögreglumenn virðast hafa komið á vettvang þegar árásin var enn í gangi. Þegar þá bar að garði hafi byssumaðurinn hlaupið upp á efri hæð byggingarinnar og skotið sjálfan sig. Lögreglan telur að hún hafi forðað frekari mannfalli þrátt fyrir að hún hafi ekki þurft að beita skotvopnum til að stöðva morðingjann.
Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07
„Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59