Segir skipstjórnarmenn ekki vera að rjúfa samstöðu sjómanna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 18:30 Árni segir SFS líka hafa þurft að gefa eftir af sínum kröfum. Vísir/Steingrímur Dúi Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Í gær lágu niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sjómanna fyrir. Öll félögin sem áttu aðild að samningnum við SFS felldu samninginn og oftast með nokkuð öruggum meirihluta. Nema eitt, það er félag skipstjórnarmanna. Þar var samningurinn samþykktur. 413 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúmlega 83%. 190 greiddu atkvæði með samningnum eða 55,39% og 146 eða 42,57% vildu fella samninginn. Formaður félags skipstjórnarmanna segir félagsmenn hafa sýnt atkvæðagreiðslunni mikinn áhuga. „Það var geysilega mikill áhugi. Ég var með þrjá teams fundi þar sem ég var með um 140 félagsmenn á kynningarfundum. Ég fékk alveg að heyra mismunandi skoðanir manna á samningnum og eftir það er ég nánast búinn að vera í símanum meira og minna og að svara tölvupóstum.“ Tímalengd samningsins hefur vakið mikla athygli en hann er til heilla 10 ára. En höfðu skipstjórnarmenn engar áhyggjur af því að semja til svo langs tíma? „Vissulega og það komu upp mismunandi raddir varðandi það en í ljósi þess að sjómenn voru án samninga frá 2011 til 2016, í fimm ár og svo aftur frá 2019 til 2023 í þrjú ár þá töldum við nú ekki mikla áhættu í því að semja til 10 ára.“ Árni segir ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt að skipstjórnarmenn samþykki samning sem aðrir sjómenn fella. „Þetta gerðist 2016 líka og réttindi skipstjóra eða yfirmanna á skipum eru með öðrum hætti heldur en annarra í áhöfn. Þar af leiðandi eru kannski ólíkir áhersluþættir.“ Atvinnurekendur hafi líka gefið eftir af sínum kröfum. „Þeir eru mjög harðir, þeir eru mjög harðir og við skulum ekki gleyma því að þeir höfðu líka uppi miklar kröfur sem þeir þurftu að gefa eftir.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Í gær lágu niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sjómanna fyrir. Öll félögin sem áttu aðild að samningnum við SFS felldu samninginn og oftast með nokkuð öruggum meirihluta. Nema eitt, það er félag skipstjórnarmanna. Þar var samningurinn samþykktur. 413 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúmlega 83%. 190 greiddu atkvæði með samningnum eða 55,39% og 146 eða 42,57% vildu fella samninginn. Formaður félags skipstjórnarmanna segir félagsmenn hafa sýnt atkvæðagreiðslunni mikinn áhuga. „Það var geysilega mikill áhugi. Ég var með þrjá teams fundi þar sem ég var með um 140 félagsmenn á kynningarfundum. Ég fékk alveg að heyra mismunandi skoðanir manna á samningnum og eftir það er ég nánast búinn að vera í símanum meira og minna og að svara tölvupóstum.“ Tímalengd samningsins hefur vakið mikla athygli en hann er til heilla 10 ára. En höfðu skipstjórnarmenn engar áhyggjur af því að semja til svo langs tíma? „Vissulega og það komu upp mismunandi raddir varðandi það en í ljósi þess að sjómenn voru án samninga frá 2011 til 2016, í fimm ár og svo aftur frá 2019 til 2023 í þrjú ár þá töldum við nú ekki mikla áhættu í því að semja til 10 ára.“ Árni segir ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt að skipstjórnarmenn samþykki samning sem aðrir sjómenn fella. „Þetta gerðist 2016 líka og réttindi skipstjóra eða yfirmanna á skipum eru með öðrum hætti heldur en annarra í áhöfn. Þar af leiðandi eru kannski ólíkir áhersluþættir.“ Atvinnurekendur hafi líka gefið eftir af sínum kröfum. „Þeir eru mjög harðir, þeir eru mjög harðir og við skulum ekki gleyma því að þeir höfðu líka uppi miklar kröfur sem þeir þurftu að gefa eftir.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira