„Allt bendir til þess að þetta sé einangrað tilvik,“ sagði Helene St Pierre, talsmaður lögreglunnar í Quebec, í samtali við fjölmiðla. „Það er engin hætta á ferð og aðeins einn grunaður.“
Guardian hefur eftir lögreglu að manninum sé haldið á lögreglustöð í bænum og að hann sé að ræða við lögregluþjóna.
Látnu voru karlmenn á sjötugs- og áttræðisaldri. Ástand tveggja hinna slösuðu er alvarlegt en á meðal þeirra voru þrjú börn. Til stendur að flytja særðu til Quebec.
Atvikið átti sér stað eftir klukkan 15 í gær, að staðartíma. Að sögn vitna var bifreiðinni ekið á nokkra gangandi vegfarendur og hélt síðan áfram 400 til 500 metra og á nokkra til viðbótar.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tísti um málið í gær og sagði hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum.
My heart is with the people of Amqui, Quebec today. As we learn more about the tragic events that have taken place, I m keeping everyone affected in my thoughts. And to the first responders: Thank you for acting quickly, courageously, and professionally.
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) March 13, 2023