„Ég veit að hún Harpa mín veit þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 12:01 Harpa Valey Gylfadóttir í leik með Eyjaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Harpa Valey Gylfadóttir var hetja Eyjakvenna í leiknum mikilvæga á móti Val á dögunum þegar hún skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Seinni bylgjan hefur áhyggjur af því hvað hún nýtir illa færin sín úr uppsettum sóknum. „Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða