Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2023 10:09 Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). Vísir/Getty Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, tilkynnti aðildarríkjum stofnunarinnar um hvarfið í gær samkvæmt yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi uppgötvað að tíu tunnur með auðguðu úrangrýti væru ekki lengur þar sem þær áttu að vera í Líbíu. Frekari upplýsingar var ekki að finna um hvarfið í yfirlýsingunni. AP-fréttastofan segir að einn af þeim stöðum sem vitað er að auðgað úrangrýti sé geymt í Líbíu sé í Sabha, um 660 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Múammar Gadaffi, fyrrverandi einræðisherra landsins, geymdi þar þúsundir tunna af úrani í tengslum við fyrirhugaða kjarnavopnaáætlun sína. Eftirlitsmenn IAEA fjarlægðu allt auðgað úran frá Líbíu árið 2009 en eftir varð hálfunnið úran. Sabha hefur að miklu leyti verið undir stjórn Líbíska þjóðarhersins, vopnaðs uppreisnarhóps undir forystu Khalifa Hifter hershöfðingja. Hann berst gegn yfirráðum landsstjórnarinnar í Trípolí. Talsmaður Hifter neitaði að svara spurningum AP um hvarf úransins. Ekki er hægt að nota auðgað úrangrýti til þess að framleiða orku eða sprengjur. Til þess þarf yfirleitt fyrst að vinna gas úr grýtinu og meðhöndla það síðan í sérstökum skilvindum til þess að auðga það. Hvert kíló af auðguðu úrangrýti má hins vegar vinna í 5,6 kíló af eldsneyti í kjarnavopn, að sögn sérfræðinga. Því er talið áreiðandi að hafa upp á efninu. Kort af Líbíu. Sabha er um 660 kílómetra suðaustur af Trípóli við Saharaeyðimörkina.AP Líbía Kjarnorka Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, tilkynnti aðildarríkjum stofnunarinnar um hvarfið í gær samkvæmt yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi uppgötvað að tíu tunnur með auðguðu úrangrýti væru ekki lengur þar sem þær áttu að vera í Líbíu. Frekari upplýsingar var ekki að finna um hvarfið í yfirlýsingunni. AP-fréttastofan segir að einn af þeim stöðum sem vitað er að auðgað úrangrýti sé geymt í Líbíu sé í Sabha, um 660 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Múammar Gadaffi, fyrrverandi einræðisherra landsins, geymdi þar þúsundir tunna af úrani í tengslum við fyrirhugaða kjarnavopnaáætlun sína. Eftirlitsmenn IAEA fjarlægðu allt auðgað úran frá Líbíu árið 2009 en eftir varð hálfunnið úran. Sabha hefur að miklu leyti verið undir stjórn Líbíska þjóðarhersins, vopnaðs uppreisnarhóps undir forystu Khalifa Hifter hershöfðingja. Hann berst gegn yfirráðum landsstjórnarinnar í Trípolí. Talsmaður Hifter neitaði að svara spurningum AP um hvarf úransins. Ekki er hægt að nota auðgað úrangrýti til þess að framleiða orku eða sprengjur. Til þess þarf yfirleitt fyrst að vinna gas úr grýtinu og meðhöndla það síðan í sérstökum skilvindum til þess að auðga það. Hvert kíló af auðguðu úrangrýti má hins vegar vinna í 5,6 kíló af eldsneyti í kjarnavopn, að sögn sérfræðinga. Því er talið áreiðandi að hafa upp á efninu. Kort af Líbíu. Sabha er um 660 kílómetra suðaustur af Trípóli við Saharaeyðimörkina.AP
Líbía Kjarnorka Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira