Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Þorsteinn HJálmsson skrifar 16. mars 2023 21:13 Haukar eru á leið í bikarúrslit. Vísir/Snædís Bára Fram mætti Haukum í fyrri viðureign kvöldsins í undanúrslitum Powerade bikarsins. Eftir jafnan fyrri hálfleik völtuðu Haukar hreinlega yfir Fram í síðari hálfleik. Lokatölur 24-32 og Haukar komnir í úrslitaleik bikarsins. Þessi lið mættust fyrir tveimur vikum, í Olís-deildinni, og því stutt síðan þau fengu að kljást. Framarar unnu þann leik með fimm mörkum eftir að leikur Hauka hafði hrunið á lokamínútum leiksins. Annað var upp á teningnum í kvöld. Vísir/Snædís Bára Bæði lið áttu við hægðatregðu að stríða í sóknarleik sínum í upphafi leiks en fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik, þegar Marko Coric kom Frömurum yfir úr vítakasti. Aftur á móti voru markverðir liðanna í stuði. Haukar voru hins vegar fljótir að svara fyrir sig og gott betur en það. Næstu fimm mörk voru öll Haukamanna og staðan 1-5 eftir rúmlega tíu mínútur. Vísir/Snædís Bára Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé og skipti nánast um alla útilínu sína í sóknarleiknum. Eftir það gjörbreyttist leikur liðsins og söxuðu þeir vel að forystu Hauka. Minnstur varð munurinn eitt mark í stöðunni 7-8 og 11-12. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé fyrir lokasókn hálfleiksins sem skilaði sér í marki og leiddu Haukar því með tveimur mörkum í hálfleik, 11-13. Líkt og í þeim fyrri hófu Haukar síðari hálfleikinn mun betur og eftir um tíu mínútna leik í þeim síðari var orðinn sex marka munur á liðunum, 14-20 Haukum í vil. Lítið flæði var í leik Fram og nýttu Haukar sér alla þá orku sem þeir fundu í húsinu til að hamra á Frömurunum. Mestur varð munurinn tíu mörk en þá var enn korter eftir af leiknum. Síðasti stundarfjórðungurinn fjaraði út eftir það, þar sem minni spámenn fengu að upplifa að spila í Laugardalshöllinni. Lokatölur, eins og áður segir, 24-32. Vísir/Snædís Bára Af hverju unnu Haukar? Haukar virtust vera miklu betur stefndir í leikinn í kvöld. Ekki skemmir fyrir þeim að innan liðsins er hver reynsluboltinn á fætur öðrum sem kunna alveg upp á hár að vinna svona leiki, sem varð svo raunin. Varnarleikurinn og markvarslan var helsti munurinn á liðunum en í nútíma handbolta er að verða óalgengt að lið nái aðeins að skora 24 mörk í leik. Hverjir stóðu upp úr? Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, dró með hverri vörslu sinni kraft úr Fram liðinu sem urðu á endanum 11 varðir boltar sem skilaði sér í 33,3 prósent markvörslu. Vísir/Snædís Bára Andri Már Rúnarsson, leikmaður Hauka, endaði markahæstur í kvöld með sjö mörk. Það var einnig ánægjulegt að sjá Guðmund Braga Ástþórsson, leikmann Hauka, aftur á vellinum eftir erfið meiðsli en hann hefur ekkert spilað á árinu. Guðmundur Bragi var drjúgur fyrir sína menn þegar Framarar komu með áhlaup í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Einfaldast væri að benda á sóknarleik Fram. Yfirborðskenndur og fyrirsjáanlegur eru lýsingar sem eiga vel við. Hendin kom ófáum sinnum upp á Fram í kvöld eftir langar og ómarkvissar sóknir. Andlega virtist liðið hreinlega ekki vera tilbúið til að veita Haukum mótspyrnu í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? Fram eru úr leik en Haukar leika til úrslita um Powerade bikarinn í Laugardalshöll á laugardaginn klukkan 16:00. Ásgeir Örn: Framlagið hjá okkur var bara til fyrirmyndar Ásgeir Örn Hallgrímsson var ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/Snædís Bára „Varnarlega fannst mér við spila frábærlega. Aron [Rafn Eðvarðsson] kick-startaði þessu fyrir okkur með frábærum markvörslum í byrjun. Varnarlega gekk allt upp sem við ætluðum okkur, mér fannst við hins vegar eiga mikið inni sóknarlega, það er það sem ég lagði áherslu á. Við vorum að henda boltanum út af og gefa þeim hraðaupphlaupsmörk. Það er svo svekkjandi þegar þú spilar frábæra vörn í stöðusóknum og lungað af þessu eru mörk úr hraðaupphlaupum því við erum klaufar sóknarlega. Mér fannst við bara bæta í í seinni hálfleik, þá vorum við bara heilsteyptari,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, um leik sinna manna í dag. Eftir að aðeins tveimur mörkum hafði munað á liðunum í hálfleik þá lauk leiknum með átta marka sigri Hauka þar sem þeir náðu mest tíu marka forystu. „Við bara náðum upp geggjaðri stemningu og þeir fundu það bara hjá hvor öðrum. Tilbúnir að hjálpa hvor öðrum, framlagið hjá okkur var bara til fyrirmyndar og það var lykilinn,“ sagði Ásgeir Örn um frammistöðuna í síðari hálfleik hjá sínu liði. Haukar eru í 8. Sæti Olís-deildarinnar sem eru vonbrigði á Ásvöllum. Ásgeir Örn rennir þó hýru auga til beggja titlanna sem enn eru í boði á tímabilinu. „Þetta er einn af tveimur stóru titlunum. Við verðum ekki deildarmeistarar, þannig að þetta er bara lang stysta leiðin fyrir okkur að vinna titil og gera eitthvað á þessu tímabili. Nú er einn hálfleikur búinn og nú þurfum við bara að klára seinni hálfleikinn,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Handbolti Powerade-bikarinn Fram Haukar
Fram mætti Haukum í fyrri viðureign kvöldsins í undanúrslitum Powerade bikarsins. Eftir jafnan fyrri hálfleik völtuðu Haukar hreinlega yfir Fram í síðari hálfleik. Lokatölur 24-32 og Haukar komnir í úrslitaleik bikarsins. Þessi lið mættust fyrir tveimur vikum, í Olís-deildinni, og því stutt síðan þau fengu að kljást. Framarar unnu þann leik með fimm mörkum eftir að leikur Hauka hafði hrunið á lokamínútum leiksins. Annað var upp á teningnum í kvöld. Vísir/Snædís Bára Bæði lið áttu við hægðatregðu að stríða í sóknarleik sínum í upphafi leiks en fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik, þegar Marko Coric kom Frömurum yfir úr vítakasti. Aftur á móti voru markverðir liðanna í stuði. Haukar voru hins vegar fljótir að svara fyrir sig og gott betur en það. Næstu fimm mörk voru öll Haukamanna og staðan 1-5 eftir rúmlega tíu mínútur. Vísir/Snædís Bára Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé og skipti nánast um alla útilínu sína í sóknarleiknum. Eftir það gjörbreyttist leikur liðsins og söxuðu þeir vel að forystu Hauka. Minnstur varð munurinn eitt mark í stöðunni 7-8 og 11-12. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé fyrir lokasókn hálfleiksins sem skilaði sér í marki og leiddu Haukar því með tveimur mörkum í hálfleik, 11-13. Líkt og í þeim fyrri hófu Haukar síðari hálfleikinn mun betur og eftir um tíu mínútna leik í þeim síðari var orðinn sex marka munur á liðunum, 14-20 Haukum í vil. Lítið flæði var í leik Fram og nýttu Haukar sér alla þá orku sem þeir fundu í húsinu til að hamra á Frömurunum. Mestur varð munurinn tíu mörk en þá var enn korter eftir af leiknum. Síðasti stundarfjórðungurinn fjaraði út eftir það, þar sem minni spámenn fengu að upplifa að spila í Laugardalshöllinni. Lokatölur, eins og áður segir, 24-32. Vísir/Snædís Bára Af hverju unnu Haukar? Haukar virtust vera miklu betur stefndir í leikinn í kvöld. Ekki skemmir fyrir þeim að innan liðsins er hver reynsluboltinn á fætur öðrum sem kunna alveg upp á hár að vinna svona leiki, sem varð svo raunin. Varnarleikurinn og markvarslan var helsti munurinn á liðunum en í nútíma handbolta er að verða óalgengt að lið nái aðeins að skora 24 mörk í leik. Hverjir stóðu upp úr? Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, dró með hverri vörslu sinni kraft úr Fram liðinu sem urðu á endanum 11 varðir boltar sem skilaði sér í 33,3 prósent markvörslu. Vísir/Snædís Bára Andri Már Rúnarsson, leikmaður Hauka, endaði markahæstur í kvöld með sjö mörk. Það var einnig ánægjulegt að sjá Guðmund Braga Ástþórsson, leikmann Hauka, aftur á vellinum eftir erfið meiðsli en hann hefur ekkert spilað á árinu. Guðmundur Bragi var drjúgur fyrir sína menn þegar Framarar komu með áhlaup í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Einfaldast væri að benda á sóknarleik Fram. Yfirborðskenndur og fyrirsjáanlegur eru lýsingar sem eiga vel við. Hendin kom ófáum sinnum upp á Fram í kvöld eftir langar og ómarkvissar sóknir. Andlega virtist liðið hreinlega ekki vera tilbúið til að veita Haukum mótspyrnu í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? Fram eru úr leik en Haukar leika til úrslita um Powerade bikarinn í Laugardalshöll á laugardaginn klukkan 16:00. Ásgeir Örn: Framlagið hjá okkur var bara til fyrirmyndar Ásgeir Örn Hallgrímsson var ánægður með sína menn í kvöld.Vísir/Snædís Bára „Varnarlega fannst mér við spila frábærlega. Aron [Rafn Eðvarðsson] kick-startaði þessu fyrir okkur með frábærum markvörslum í byrjun. Varnarlega gekk allt upp sem við ætluðum okkur, mér fannst við hins vegar eiga mikið inni sóknarlega, það er það sem ég lagði áherslu á. Við vorum að henda boltanum út af og gefa þeim hraðaupphlaupsmörk. Það er svo svekkjandi þegar þú spilar frábæra vörn í stöðusóknum og lungað af þessu eru mörk úr hraðaupphlaupum því við erum klaufar sóknarlega. Mér fannst við bara bæta í í seinni hálfleik, þá vorum við bara heilsteyptari,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, um leik sinna manna í dag. Eftir að aðeins tveimur mörkum hafði munað á liðunum í hálfleik þá lauk leiknum með átta marka sigri Hauka þar sem þeir náðu mest tíu marka forystu. „Við bara náðum upp geggjaðri stemningu og þeir fundu það bara hjá hvor öðrum. Tilbúnir að hjálpa hvor öðrum, framlagið hjá okkur var bara til fyrirmyndar og það var lykilinn,“ sagði Ásgeir Örn um frammistöðuna í síðari hálfleik hjá sínu liði. Haukar eru í 8. Sæti Olís-deildarinnar sem eru vonbrigði á Ásvöllum. Ásgeir Örn rennir þó hýru auga til beggja titlanna sem enn eru í boði á tímabilinu. „Þetta er einn af tveimur stóru titlunum. Við verðum ekki deildarmeistarar, þannig að þetta er bara lang stysta leiðin fyrir okkur að vinna titil og gera eitthvað á þessu tímabili. Nú er einn hálfleikur búinn og nú þurfum við bara að klára seinni hálfleikinn,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik