Kolskeggur leitar að uppáhalds veiðistöðum Karl Lúðvíksson skrifar 16. mars 2023 10:17 Siggi Garðars með flottan lax sem við giskum á að sé úr Tunguvaðinu í Eystri Rangá Veiðifélagið Kolskeggur var að fara í gang með skemmtilegan leik þar sem verið er að leita eftir frásögnum veiðimanna um uppáhalds veiðistaðnum sínum. Það er alveg ótrúlega gaman að sjá glampann í augum veiðimanna og veiðikvenna þegar það er verið að ræða um og leita af sögum af uppáhalds veiðistöðum. Ástæðrurnar fyrir því að staðurinn er í uppáhaldi geta verið fjölmargar en allar sögur eiga sér sinn sjarma og alltaf er það góð minning. Kolskeggur leitar nú eftir frásögnum af uppáhalds veiðistöðum og það eru vegleg vertðlaun í boði. Hér er frétt af vef félagsins og er hún birt með góðfúslegu leyfi: "Eins og margir vita fórum við af stað með smá leik þar sem veiðimenn segja frá uppáhalds veiðistaðnum sínum. Fjölmargir hafa sent inn nú þegar og þökkum við góðar viðtökur. Ef þú vilt vera með, endilega sendu smá texta og mynd af uppáhalds veiðistaðnum þínum á: [email protected] Flott verðlaun í boði, tvær stangir í Eystri Rangá í júní og október. Senda má inn til 31.03 og dregið verður 01.04. Sigurður Garðarsson ríður á vaðið og sendi hann okkur þessa frásögn og meðfylgjandi mynd: Það eru svo margir uppáhalds að það er erfitt að nefna einhvern einn. Þegar ég hugsa til Eystri er þó bara einn sem kemur til greina. Tunguvaðið hefur alltaf átt sérstakan sess hjá mér frá því ég veiddi þar fyrst´97. Þá var gríðarlega mikill fiskur á svæðinu. Bæði er það að umhverfið er aðlaðandi, og mér hefur oft gengið sérstaklega vel þar. Þegar maður kemur fram á brúnina ofan við Fiská á leið inn í Krappa, og lítur yfir þetta fallega svæði,er bara einn staður sem togar í mann, þó aðrir góðir séu í boði. Það er bakkinn við Tunguvaðið. Kveðja Sigurður Garðars" Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Eystri Rangá Veiði Netaveiðiskugginn hvílir enn yfir vötnum Veiði Sjóbirtingsveiðin búin að vera góð fyrir austan Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði Kvennadeild SVFR heldur skemmtikvöld Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Hofsá er betri en í fyrra Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Eru víða ónýttir möguleikar í vorveiði? Veiði
Það er alveg ótrúlega gaman að sjá glampann í augum veiðimanna og veiðikvenna þegar það er verið að ræða um og leita af sögum af uppáhalds veiðistöðum. Ástæðrurnar fyrir því að staðurinn er í uppáhaldi geta verið fjölmargar en allar sögur eiga sér sinn sjarma og alltaf er það góð minning. Kolskeggur leitar nú eftir frásögnum af uppáhalds veiðistöðum og það eru vegleg vertðlaun í boði. Hér er frétt af vef félagsins og er hún birt með góðfúslegu leyfi: "Eins og margir vita fórum við af stað með smá leik þar sem veiðimenn segja frá uppáhalds veiðistaðnum sínum. Fjölmargir hafa sent inn nú þegar og þökkum við góðar viðtökur. Ef þú vilt vera með, endilega sendu smá texta og mynd af uppáhalds veiðistaðnum þínum á: [email protected] Flott verðlaun í boði, tvær stangir í Eystri Rangá í júní og október. Senda má inn til 31.03 og dregið verður 01.04. Sigurður Garðarsson ríður á vaðið og sendi hann okkur þessa frásögn og meðfylgjandi mynd: Það eru svo margir uppáhalds að það er erfitt að nefna einhvern einn. Þegar ég hugsa til Eystri er þó bara einn sem kemur til greina. Tunguvaðið hefur alltaf átt sérstakan sess hjá mér frá því ég veiddi þar fyrst´97. Þá var gríðarlega mikill fiskur á svæðinu. Bæði er það að umhverfið er aðlaðandi, og mér hefur oft gengið sérstaklega vel þar. Þegar maður kemur fram á brúnina ofan við Fiská á leið inn í Krappa, og lítur yfir þetta fallega svæði,er bara einn staður sem togar í mann, þó aðrir góðir séu í boði. Það er bakkinn við Tunguvaðið. Kveðja Sigurður Garðars"
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Eystri Rangá Veiði Netaveiðiskugginn hvílir enn yfir vötnum Veiði Sjóbirtingsveiðin búin að vera góð fyrir austan Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði Kvennadeild SVFR heldur skemmtikvöld Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Hofsá er betri en í fyrra Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Eru víða ónýttir möguleikar í vorveiði? Veiði