Nökkvi fylgir hjartanu og yfirgefur Swipe Máni Snær Þorláksson skrifar 18. mars 2023 17:52 Nökkvi Fjalar Orrason hefur ákveðið að yfirgefa Swipe. Nökkvi Fjalar Orrason hefur sagt skilið við fyrirtækið Swipe. Meðeigendur Nökkva taka við keflinu en sjálfur ætlar hann að einbeita sér að nýju félagi sem útbýr hugbúnað fyrir áhrifavalda. „Það að yfirgefa Swipe var ekki eitthvað sem ég hefði getað ímyndað mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þegar meðeigendur mínir vildu fara í aðra átt með Swipe þurfti ég að fylgja hjartanu,“ segir Nökkvi í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Nökkvi segir svo að það sé erfitt að segja skilið við fyrirtækið sem hann hefur verið hluti af síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan. Hann segist vera stoltur af því sem tekist hefur að byggja upp og á sama tíma þakklátur fyrir vináttuna sem skapaðist á meðan. Ísland í dag tók viðtal við Nökkva Fjalar um útrás Swipe í lok síðasta árs: Leggur áherslu á rekstur í Bretlandi Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Nökkvi væri að hætta í Swipe. Þar kemur fram að ástæðan sé sú að Gunnar Birgisson og Alexandra Sól Ingólfsdóttir, meðeigendur Swipe, vilji einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á Íslandi. Nökkvi vill aftur á móti leggja áherslu á rekstur í Bretlandi. Þar hefur hann stofnað nýtt félag, sem sér um þróun og rekstur hugbúnaðs fyrir áhrifavalda. „Það var því niðurstaðan að þau kaupa mig út úr Swipe og ég kaupi þau út úr breska félaginu,“ er haft eftir Nökkva í Morgunblaðinu. Getur ekki beðið Í færslunni á Instagram segist Nökkvi ætla að halda áfram á þeirri vegferð að hjálpa áhrifavöldum úti um allan heim. Nú verði það þó með öðru teymi og undir öðru vörumerki. „Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur hvað við erum búin að gera og það er bara byrjunin!“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Orrason (@nokkvifjalar) Að lokum leggur hann áherslu á mikilvægi þess að fylgja hjartanu og gera sitt besta. „Ég veit að það er erfitt en þú munt uppskera að lokum. Lífið er of stutt og dýrmætt til að gera eitthvað annað!“ Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Það að yfirgefa Swipe var ekki eitthvað sem ég hefði getað ímyndað mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þegar meðeigendur mínir vildu fara í aðra átt með Swipe þurfti ég að fylgja hjartanu,“ segir Nökkvi í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Nökkvi segir svo að það sé erfitt að segja skilið við fyrirtækið sem hann hefur verið hluti af síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan. Hann segist vera stoltur af því sem tekist hefur að byggja upp og á sama tíma þakklátur fyrir vináttuna sem skapaðist á meðan. Ísland í dag tók viðtal við Nökkva Fjalar um útrás Swipe í lok síðasta árs: Leggur áherslu á rekstur í Bretlandi Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Nökkvi væri að hætta í Swipe. Þar kemur fram að ástæðan sé sú að Gunnar Birgisson og Alexandra Sól Ingólfsdóttir, meðeigendur Swipe, vilji einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á Íslandi. Nökkvi vill aftur á móti leggja áherslu á rekstur í Bretlandi. Þar hefur hann stofnað nýtt félag, sem sér um þróun og rekstur hugbúnaðs fyrir áhrifavalda. „Það var því niðurstaðan að þau kaupa mig út úr Swipe og ég kaupi þau út úr breska félaginu,“ er haft eftir Nökkva í Morgunblaðinu. Getur ekki beðið Í færslunni á Instagram segist Nökkvi ætla að halda áfram á þeirri vegferð að hjálpa áhrifavöldum úti um allan heim. Nú verði það þó með öðru teymi og undir öðru vörumerki. „Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur hvað við erum búin að gera og það er bara byrjunin!“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Orrason (@nokkvifjalar) Að lokum leggur hann áherslu á mikilvægi þess að fylgja hjartanu og gera sitt besta. „Ég veit að það er erfitt en þú munt uppskera að lokum. Lífið er of stutt og dýrmætt til að gera eitthvað annað!“
Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira