Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. mars 2023 13:04 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ræddu stöðu efnahagsmála í Sprengisandi í dag. Þorbjörg segir ekki endalaust hægt að skella ábyrgðinni á Seðlabankastjóra. Vísir/Samsett Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina. Verðbólgan hefur aukist nokkuð á síðustu mánuðum, þvert á væntingar greiningaraðila, en tólf mánaða verðbólga mældist 10,2 prósent í febrúar. Framtíðarspár gera ráð fyrir því að hún muni hjaðna á næstu mánuðum og árum, þó hægar en áður var spáð. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti ellefu sinnum í röð og er gert ráð fyrir 0,75 prósentutigahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar á miðvikudag. Gangi það eftir munu stýrivextir fara úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ræddu stöðu mála í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Lilja sagði mikið hvíla á Seðlabankanum, sem og ríkissjóði, ekki aðeins vegna verðbólgu heldur einnig vegna verðbólguvæntinga. „Ef við lítum á það hvað er hægt að gera þá verður að vera samstillt átak sem við munum sjá á næstunni. Við þurfum að ráðast meira á þessa framboðshlið hagkerfisins og ríkisstjórnin er að einhverju leyti þegar byrjuð á því, til dæmis þegar við vorum að kynna þær aðgerðir að við séum að opna frekar fyrir sérfræðinga að koma til landsins,“ sagði Lilja. Þá hafi hún sjálf talað fyrir hækkun lífeyristökualdursins auk annarra aðgerða á vinnumarkaði og einhverra kerfisbreytinga. Verið væri að vinna í því að ná halla í ríkissjóð niður og ríkisskuldir tiltölulega lágar í alþjóðlegum samanburði. Mikill þróttur væri í atvinnulífinu og rosalegur kraftur í hagkerfinu, sem ýti að einhverju leyti undir verðbólgu. Staðan á fjármálamörkuðum eftir fall Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum í síðustu viku og fleiri banka í kjölfarið breyti stöðunni sem peningastefnunefnd meðal annars þurfi að bregðast við. „Það mun spila mjög stórt hlutverk og þó að við séum í raun og veru eftir fjármálahrunið búin að styrkja bankakerfið okkar verulega, þá er það samt sem áður þannig að þessi órói smitast út um allt og ávöxtunarkrafa og erlend fjármögnun, hún verður dýrari. Þannig þetta er líka áfall fyrir okkur,“ sagði Lilja. Ekki alltaf hægt að treysta bara á Seðlabankastjóra Þorbjörg sagði útbreidda svartsýni í samfélaginu þar sem ljóst væri að þörf væri á að ríkisfjármálin kæmu inn af auknum krafti og treysti ekki aðeins á stýrivaxtahækkanir. Líkti hún hlutverkaskiptum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við umræðu um þriðju vaktina. „Ásgeir sé að segja; ég er alltaf að hækka vexti, ég er að taka erfiðu samtölin, ég tala til þjóðarinnar. Ég skúra og ryksuga hérna og við bara getum ekki bara rekið heimilið svona, á vaxtahækkunum. Bjarni, þú verður að halda betur utan um veskið,“ sagði Þorbjörg. „Ásgeir er með þriðju vaktina. Hann þrífur heimilið, hann situr einn á blaðamannafundum og færir þjóðinni vondar fréttir á meðan Bjarni stendur og segir; Erum við ekki öll saman í þessu,“ sagði hún enn fremur. Fjármálaráðherra þurfi að sýna aðhald í verki og fylgja eftir þeirri langtímasýn sem fylgdi til að mynda greinagerð um fjárlögin í september þar sem hagræðingar í ríkisrekstri voru ræddar. Koma þurfi í veg fyrir að sífelldar vaxtahækkanir dynji á landsmönnum. „Hverjar eru afleiðingarnar af svona miklum vaxtahækkunum, hvað er að gerast inn á húsnæðismarkaði og inni á fasteignamarkaði? Þar þarf fjármálaráðherra líka að svara fyrir það. Hverjar eru varnirnar gagnvart afleiðingum svona mikilla stýrivaxtahækkana,“ spurði Þorbjörg. Lilja benti á að ríkisfjármálaáætlun yrði kynnt bráðlega og öll ríkisstjórnin væri sammála um að það væri mikilvægt að bregðast við stöðunni. Mögulega væri hægt að hagræða til að mynda í stofnanarekstri, skoða hlutverk lífeyrissjóða og auka sparnað í landinu. „Hlutverk okkar ráðherranna núna er að líta mjög mikið inn á við í okkar ráðuneyti og sjá, hvar er hægt að spara, hvar er hægt að sameina, hvernig getum við gert hlutina betur,“ sagði Lilja. Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Verðlag Tengdar fréttir Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. 16. mars 2023 12:41 Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. 16. mars 2023 11:45 Seðlabankinn slær varnagla vegna aukinnar áhættu Seðlabankinn gerði viðskiptabönkunum í dag að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu með því að auka framlög þeirra í sveiflujöfnunarsjóð. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standi þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. 15. mars 2023 19:31 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 „Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir“ Fjármálaráðherra segir eftirlit með bönkunum hafa verið eflt verulega á síðasta rúma áratug en hrun bandaríska bankans Silicon Valley sýni fram á mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sér sterkt. 14. mars 2023 21:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Verðbólgan hefur aukist nokkuð á síðustu mánuðum, þvert á væntingar greiningaraðila, en tólf mánaða verðbólga mældist 10,2 prósent í febrúar. Framtíðarspár gera ráð fyrir því að hún muni hjaðna á næstu mánuðum og árum, þó hægar en áður var spáð. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti ellefu sinnum í röð og er gert ráð fyrir 0,75 prósentutigahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar á miðvikudag. Gangi það eftir munu stýrivextir fara úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ræddu stöðu mála í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Lilja sagði mikið hvíla á Seðlabankanum, sem og ríkissjóði, ekki aðeins vegna verðbólgu heldur einnig vegna verðbólguvæntinga. „Ef við lítum á það hvað er hægt að gera þá verður að vera samstillt átak sem við munum sjá á næstunni. Við þurfum að ráðast meira á þessa framboðshlið hagkerfisins og ríkisstjórnin er að einhverju leyti þegar byrjuð á því, til dæmis þegar við vorum að kynna þær aðgerðir að við séum að opna frekar fyrir sérfræðinga að koma til landsins,“ sagði Lilja. Þá hafi hún sjálf talað fyrir hækkun lífeyristökualdursins auk annarra aðgerða á vinnumarkaði og einhverra kerfisbreytinga. Verið væri að vinna í því að ná halla í ríkissjóð niður og ríkisskuldir tiltölulega lágar í alþjóðlegum samanburði. Mikill þróttur væri í atvinnulífinu og rosalegur kraftur í hagkerfinu, sem ýti að einhverju leyti undir verðbólgu. Staðan á fjármálamörkuðum eftir fall Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum í síðustu viku og fleiri banka í kjölfarið breyti stöðunni sem peningastefnunefnd meðal annars þurfi að bregðast við. „Það mun spila mjög stórt hlutverk og þó að við séum í raun og veru eftir fjármálahrunið búin að styrkja bankakerfið okkar verulega, þá er það samt sem áður þannig að þessi órói smitast út um allt og ávöxtunarkrafa og erlend fjármögnun, hún verður dýrari. Þannig þetta er líka áfall fyrir okkur,“ sagði Lilja. Ekki alltaf hægt að treysta bara á Seðlabankastjóra Þorbjörg sagði útbreidda svartsýni í samfélaginu þar sem ljóst væri að þörf væri á að ríkisfjármálin kæmu inn af auknum krafti og treysti ekki aðeins á stýrivaxtahækkanir. Líkti hún hlutverkaskiptum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við umræðu um þriðju vaktina. „Ásgeir sé að segja; ég er alltaf að hækka vexti, ég er að taka erfiðu samtölin, ég tala til þjóðarinnar. Ég skúra og ryksuga hérna og við bara getum ekki bara rekið heimilið svona, á vaxtahækkunum. Bjarni, þú verður að halda betur utan um veskið,“ sagði Þorbjörg. „Ásgeir er með þriðju vaktina. Hann þrífur heimilið, hann situr einn á blaðamannafundum og færir þjóðinni vondar fréttir á meðan Bjarni stendur og segir; Erum við ekki öll saman í þessu,“ sagði hún enn fremur. Fjármálaráðherra þurfi að sýna aðhald í verki og fylgja eftir þeirri langtímasýn sem fylgdi til að mynda greinagerð um fjárlögin í september þar sem hagræðingar í ríkisrekstri voru ræddar. Koma þurfi í veg fyrir að sífelldar vaxtahækkanir dynji á landsmönnum. „Hverjar eru afleiðingarnar af svona miklum vaxtahækkunum, hvað er að gerast inn á húsnæðismarkaði og inni á fasteignamarkaði? Þar þarf fjármálaráðherra líka að svara fyrir það. Hverjar eru varnirnar gagnvart afleiðingum svona mikilla stýrivaxtahækkana,“ spurði Þorbjörg. Lilja benti á að ríkisfjármálaáætlun yrði kynnt bráðlega og öll ríkisstjórnin væri sammála um að það væri mikilvægt að bregðast við stöðunni. Mögulega væri hægt að hagræða til að mynda í stofnanarekstri, skoða hlutverk lífeyrissjóða og auka sparnað í landinu. „Hlutverk okkar ráðherranna núna er að líta mjög mikið inn á við í okkar ráðuneyti og sjá, hvar er hægt að spara, hvar er hægt að sameina, hvernig getum við gert hlutina betur,“ sagði Lilja.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Verðlag Tengdar fréttir Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. 16. mars 2023 12:41 Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. 16. mars 2023 11:45 Seðlabankinn slær varnagla vegna aukinnar áhættu Seðlabankinn gerði viðskiptabönkunum í dag að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu með því að auka framlög þeirra í sveiflujöfnunarsjóð. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standi þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. 15. mars 2023 19:31 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 „Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir“ Fjármálaráðherra segir eftirlit með bönkunum hafa verið eflt verulega á síðasta rúma áratug en hrun bandaríska bankans Silicon Valley sýni fram á mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sér sterkt. 14. mars 2023 21:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. 16. mars 2023 12:41
Seðlabankastjóri segir íslenska bankakerfið með sterkar varnarlínur Seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að vandræði smærri banka í Bandaríkjunum smitist til annarra landa. Íslenska bankakerfið væri hins vegar undir strangasta eftirlit sem þekktist á Vesturlöndum og hann teldi að varnarlínur í fjármálakerfinu muni halda. 16. mars 2023 11:45
Seðlabankinn slær varnagla vegna aukinnar áhættu Seðlabankinn gerði viðskiptabönkunum í dag að leggja meira fé til hliðar vegna vaxandi áhættu að undanförnu með því að auka framlög þeirra í sveiflujöfnunarsjóð. Bankarnir, heimilin og fyrirtækin standi þó almennt vel og vanskil sjaldan verið minni. 15. mars 2023 19:31
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
„Þetta er svona skjálfti sem ég held að gangi yfir“ Fjármálaráðherra segir eftirlit með bönkunum hafa verið eflt verulega á síðasta rúma áratug en hrun bandaríska bankans Silicon Valley sýni fram á mikilvægi þess að regluverkið um bankastarfsemi og fjármálafyrirtæki sér sterkt. 14. mars 2023 21:01