Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2023 09:01 Rúnar Alex Rúnarsson hefur þurft að aðlaga leik sinn undir stjórn nýs þjálfara. Hann kveðst hins vegar spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni. Getty/Robbie Jay Barratt Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara. Aðspurður um gengið í Tyrklandi undanfarnar vikur segir Rúnar Alex: „Upp og ofan. Þjálfarinn hætti mjög óvænt og það var mikil eftirsjá af honum. Við byrjuðum mjög vel með nýja þjálfaranum þar sem við vinnum 1-0 mjög góðan sigur og svo höfum við tapað síðustu tveimur og erum komnir í smá baráttu núna. Sem er ekkert dramatískt þannig en það hefði mátt ganga betur,“ segir Rúnar Alex sem segir ákveðnar áherslubreytingar hafa orðið eftir þjálfaraskiptin. „Við vorum með mjög nútímalegan þjálfara sem spilaði úr öllu og notaði mína styrkleika mjög mikið. Það hentaði mér mjög vel og var í raun langstærsta ástæðan fyrir því að ég fór út til Tyrklands til að byrja með,“ „Svo kemur nýr þjálfari sem er bara gamli skólinn. Við erum að verjast töluvert meira núna og spila löngum boltum. Það er allt í lagi, maður lærir bara að spila öðruvísi og glíma við það. Ég reyni þá að bæta mig á öðrum sviðum undir nýjum þjálfara,“ segir Rúnar Alex. Aðspurður um hvort mörg löng spörk sitji í honum eftir leikinn í fyrrakvöld segir hann: „Já, maður var að spila í gærkvöldi og lenti stuttu fyrir æfingu svo það er bara skynsamlegast. En vissulega voru þónokkuð mörg útspörk í gær sem sitja svolítið í mér.“ Klippa: Rúnar Alex Spenntur að byrja á erfiðum leik Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur er liðið mætir Bosníu í bænum Senica. Leiðin liggur eftir það til Liechtenstein á sunnudag. Rúnar kveðst spenntur fyrir nýtti undankeppni. „Ég er mjög spenntur að byrja á erfiðum leik. Ég held að það verði gott fyrir okkur og við höfum alltaf verið góðir gegn góðum þjóðum. Ég held það geti verið mjög gott fyrir okkur að byrja á vonandi góðum úrslitum og taka það með okkur inn í þessa undankeppni,“ „Við viljum fara á EM og þá verðum við að fá stig úr sem flestum leikjum. Þá er gott að byrja á því að fá úrslit í Bosníu og byggja ofan á það,“ segir Rúnar Alex. Fleira kemur fram í viðtalinu við Rúnar Alex sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Aðspurður um gengið í Tyrklandi undanfarnar vikur segir Rúnar Alex: „Upp og ofan. Þjálfarinn hætti mjög óvænt og það var mikil eftirsjá af honum. Við byrjuðum mjög vel með nýja þjálfaranum þar sem við vinnum 1-0 mjög góðan sigur og svo höfum við tapað síðustu tveimur og erum komnir í smá baráttu núna. Sem er ekkert dramatískt þannig en það hefði mátt ganga betur,“ segir Rúnar Alex sem segir ákveðnar áherslubreytingar hafa orðið eftir þjálfaraskiptin. „Við vorum með mjög nútímalegan þjálfara sem spilaði úr öllu og notaði mína styrkleika mjög mikið. Það hentaði mér mjög vel og var í raun langstærsta ástæðan fyrir því að ég fór út til Tyrklands til að byrja með,“ „Svo kemur nýr þjálfari sem er bara gamli skólinn. Við erum að verjast töluvert meira núna og spila löngum boltum. Það er allt í lagi, maður lærir bara að spila öðruvísi og glíma við það. Ég reyni þá að bæta mig á öðrum sviðum undir nýjum þjálfara,“ segir Rúnar Alex. Aðspurður um hvort mörg löng spörk sitji í honum eftir leikinn í fyrrakvöld segir hann: „Já, maður var að spila í gærkvöldi og lenti stuttu fyrir æfingu svo það er bara skynsamlegast. En vissulega voru þónokkuð mörg útspörk í gær sem sitja svolítið í mér.“ Klippa: Rúnar Alex Spenntur að byrja á erfiðum leik Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur er liðið mætir Bosníu í bænum Senica. Leiðin liggur eftir það til Liechtenstein á sunnudag. Rúnar kveðst spenntur fyrir nýtti undankeppni. „Ég er mjög spenntur að byrja á erfiðum leik. Ég held að það verði gott fyrir okkur og við höfum alltaf verið góðir gegn góðum þjóðum. Ég held það geti verið mjög gott fyrir okkur að byrja á vonandi góðum úrslitum og taka það með okkur inn í þessa undankeppni,“ „Við viljum fara á EM og þá verðum við að fá stig úr sem flestum leikjum. Þá er gott að byrja á því að fá úrslit í Bosníu og byggja ofan á það,“ segir Rúnar Alex. Fleira kemur fram í viðtalinu við Rúnar Alex sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira