Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 23:46 Þessar myndir eru úr öryggismyndavélum verslunar, þar sem maðurinn var sakaður um að hafa stolið mýflugnafælu árið 2019. Lögreglan í Svíþjóð Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. Greint var frá því á laugadag að karlmaður hefði verið handtekinn eftir að lík konu fannst niðurhlutað í frystikistu heima hjá honum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Líkið sem um ræðir er af sambýliskonu mannsins, sem saknað hafði verið frá árinu 2018. Stefan Liliebäck, verjandi hans, segir í samtali við norska fréttamiðilinn NRK að maðurinn hafi játað vanvirðandi meðferð á líkinu en neiti staðfastlega að hafa myrt hana. Hann hafi sagt yfirheyrendum hvernig konan lést og hvernig það hafi komið til að lík hennar endaði sundurhlutað í frystikistunni. Liliebäck segist þó ekki geta greint nánar frá útskýringum hans. Afbrotaferill nær aftur til níunda áratugarins Maðurinn, sem er á sextugsaldri, á að baki langan og fjölbreyttan afbrotaferil sem nær aftur til níunda áratugar síðustu aldar. NRK hefur komist yfir fjölda dóma yfir manninum. Þeir alvarlegustu eru frá tíunda áratugnum, þegar maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Í öðru tilfellinu sagði kona að maðurinn hefði nauðgað sér við vegkant eftir að berað sig fyrir henni. Seinni nauðgunina, sem maðirinn var sakfelldur fyrir, framdi hann gegn konu á níræðisaldri. Hún sagði á sínum tíma að hann hefði ruðst inn í svefnherbergi hennar, haldið púða yfir vitum hennar og nauðgað henni. Hún hafi óttast um líf sitt þar sem hann hafi verið stór og ægisterkur. Þá segir í frétt NRK að maðurinn hafi verið nauðungarvistaður á viðeigandi stofnun vegna geðrænna vandamála eftir að hafa ítrekað berað sig fyrir fólki. Þar á meðal 76 ára gamalli konu og þrettán ára barni. Auk kynferðisbrota hefur maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án leyfis. Loks var hann kærður fyrir búðarhnupl í verslun ICA í Svíþjóð árið 2019 en ekki sakfelldur fyrir. Honum var þó meinaður aðgangur að verslunum keðjunnar til frambúðar. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Greint var frá því á laugadag að karlmaður hefði verið handtekinn eftir að lík konu fannst niðurhlutað í frystikistu heima hjá honum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Líkið sem um ræðir er af sambýliskonu mannsins, sem saknað hafði verið frá árinu 2018. Stefan Liliebäck, verjandi hans, segir í samtali við norska fréttamiðilinn NRK að maðurinn hafi játað vanvirðandi meðferð á líkinu en neiti staðfastlega að hafa myrt hana. Hann hafi sagt yfirheyrendum hvernig konan lést og hvernig það hafi komið til að lík hennar endaði sundurhlutað í frystikistunni. Liliebäck segist þó ekki geta greint nánar frá útskýringum hans. Afbrotaferill nær aftur til níunda áratugarins Maðurinn, sem er á sextugsaldri, á að baki langan og fjölbreyttan afbrotaferil sem nær aftur til níunda áratugar síðustu aldar. NRK hefur komist yfir fjölda dóma yfir manninum. Þeir alvarlegustu eru frá tíunda áratugnum, þegar maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Í öðru tilfellinu sagði kona að maðurinn hefði nauðgað sér við vegkant eftir að berað sig fyrir henni. Seinni nauðgunina, sem maðirinn var sakfelldur fyrir, framdi hann gegn konu á níræðisaldri. Hún sagði á sínum tíma að hann hefði ruðst inn í svefnherbergi hennar, haldið púða yfir vitum hennar og nauðgað henni. Hún hafi óttast um líf sitt þar sem hann hafi verið stór og ægisterkur. Þá segir í frétt NRK að maðurinn hafi verið nauðungarvistaður á viðeigandi stofnun vegna geðrænna vandamála eftir að hafa ítrekað berað sig fyrir fólki. Þar á meðal 76 ára gamalli konu og þrettán ára barni. Auk kynferðisbrota hefur maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án leyfis. Loks var hann kærður fyrir búðarhnupl í verslun ICA í Svíþjóð árið 2019 en ekki sakfelldur fyrir. Honum var þó meinaður aðgangur að verslunum keðjunnar til frambúðar.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira