Telja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 19:52 Sósíalistar gagnrýna Pírata fyrir afstöðu þeirra gegn fyrirhuguðu auknu eftirlitsmyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Fyrirkomulag öryggismyndavéla í Reykjavík verður endurskoðað árlega en ekki á fimm ára fresti eins og nú er, samkvæmt breytingartillögu sem er til afgreiðslu í borgarstjórn í dag. Sósíalistar í borgarstjórn segja Pírata svíkja stefnu sína um eftirlitssamfélagið. Fyrir um tveimur vikum samþykkti Borgarráð samkomulag um fjölgun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur aðallega vegna væntanlegs leiðtogafundar í Hörpu í maí. Sósíalistar voru einir á móti samkomulaginu en þeir hafa gagnrýnt samþykki Pírata og gefið í skyn að það samþykki kunni að hafa verið veitt fyrir mistök. Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata segir engin mistök hafa verið gerð. „Það tel ég ekki vera. Það var ekkert samkomulag komið á fyrr en í dag og lokaniðurstöðunni fögnum við. Ég held að Sósíalistar ættu bara að skoða hið uppfærða samkomulag og fagna því, því það gerum við.“ Við afgreiðslu tillögunnar sat Magnús hjá en tveir borgarfulltrúar Pírata greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppfært samkomulag sem Magnús vísar til var á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag. Það býður upp á árlega endurskoðun eða eftir atvikum uppsögn á samkomulaginu. Eldra samkomulag var óuppsegjanlegt til fimm ára. Þá verður ráðist strax í umfangsmikla greiningu á umgjörð myndavélakerfisins í borginni og verður þeirri vinnu lokið ekki síður en 1. nóvember. Sjálfur telur Magnús að eftirlitsmyndavélar séu af hinu góða. „Umgjörðin í kringum myndavélarnar þarf hins vegar að vera í lagi. Það þarf að liggja fyrir að umgjörðin sé ekki með þeim hætti að það sé verið að brjóta á mannréttindum borgaranna. Það þarf að fara fram greining á því hvort umgjörðin sé í samræmi við mannréttindasáttmála Reykjavíkurborgar, persónuverndarstjónarmið og þarfagreiningu.“ „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins undrast mjög þessa afstöðu Pírata. „Hún kemur mér mjög á óvart. Eftir að hafa heyrt í þeirra stefnu, þeir hafa þeir talað gegn svona vöktun og þessu eftirlitssamfélagi, svo að mér finnst þetta mjög sérkennilegt.“ Sanna telur að frekari umræða um málið sé nauðsynlegt og að tryggja þurfi að ekki sé brotið á friðhelgi einkalífs fólks með öryggismyndavélum. „Ég hef verið að kafa ofan i þetta og þær [myndavélarnar] eru mjög margar, það kemur manni á óvart hvað þær eru margar. Ég tel að við eigum frekar að kafa ofan í rót vandans til að tryggja öryggi í borginni, að við þurfum þá að skoða allskonar þætti sem ýta undir eða minnka i rauninni öryggi í borgarumhverfinu frekar en að vera með einhvernveginn svona vakt. Þetta eftirlitssamfélag er ekki að fara tryggja að við búum í öruggu samfélagi eða upplifum að við búum í öruggu samfélagi.“ Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista tjáði sig um málið í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann það að „flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Fyrir um tveimur vikum samþykkti Borgarráð samkomulag um fjölgun öryggismyndavéla í miðborg Reykjavíkur aðallega vegna væntanlegs leiðtogafundar í Hörpu í maí. Sósíalistar voru einir á móti samkomulaginu en þeir hafa gagnrýnt samþykki Pírata og gefið í skyn að það samþykki kunni að hafa verið veitt fyrir mistök. Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata segir engin mistök hafa verið gerð. „Það tel ég ekki vera. Það var ekkert samkomulag komið á fyrr en í dag og lokaniðurstöðunni fögnum við. Ég held að Sósíalistar ættu bara að skoða hið uppfærða samkomulag og fagna því, því það gerum við.“ Við afgreiðslu tillögunnar sat Magnús hjá en tveir borgarfulltrúar Pírata greiddu atkvæði gegn tillögunni. Uppfært samkomulag sem Magnús vísar til var á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag. Það býður upp á árlega endurskoðun eða eftir atvikum uppsögn á samkomulaginu. Eldra samkomulag var óuppsegjanlegt til fimm ára. Þá verður ráðist strax í umfangsmikla greiningu á umgjörð myndavélakerfisins í borginni og verður þeirri vinnu lokið ekki síður en 1. nóvember. Sjálfur telur Magnús að eftirlitsmyndavélar séu af hinu góða. „Umgjörðin í kringum myndavélarnar þarf hins vegar að vera í lagi. Það þarf að liggja fyrir að umgjörðin sé ekki með þeim hætti að það sé verið að brjóta á mannréttindum borgaranna. Það þarf að fara fram greining á því hvort umgjörðin sé í samræmi við mannréttindasáttmála Reykjavíkurborgar, persónuverndarstjónarmið og þarfagreiningu.“ „Mér finnst þetta mjög sérkennilegt“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins undrast mjög þessa afstöðu Pírata. „Hún kemur mér mjög á óvart. Eftir að hafa heyrt í þeirra stefnu, þeir hafa þeir talað gegn svona vöktun og þessu eftirlitssamfélagi, svo að mér finnst þetta mjög sérkennilegt.“ Sanna telur að frekari umræða um málið sé nauðsynlegt og að tryggja þurfi að ekki sé brotið á friðhelgi einkalífs fólks með öryggismyndavélum. „Ég hef verið að kafa ofan i þetta og þær [myndavélarnar] eru mjög margar, það kemur manni á óvart hvað þær eru margar. Ég tel að við eigum frekar að kafa ofan í rót vandans til að tryggja öryggi í borginni, að við þurfum þá að skoða allskonar þætti sem ýta undir eða minnka i rauninni öryggi í borgarumhverfinu frekar en að vera með einhvernveginn svona vakt. Þetta eftirlitssamfélag er ekki að fara tryggja að við búum í öruggu samfélagi eða upplifum að við búum í öruggu samfélagi.“ Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista tjáði sig um málið í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann það að „flokkar sem kenna sig við friðhelgi einkalífsins og borgararéttindi samþykki svona tillögur sýnir hversu langt frá grunnstefnu sinni þeir eru farnir.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49