Líklegt að Ísland endi í umspili með þessum þjóðum Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 07:35 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missir af leik Íslands gegn Bosníu á morgun vegna leikbanns en verður með gegn Liechtenstein á sunnudag. Getty/Robbie Jay Barratt Á morgun hefst keppnin um að komast inn á Evrópumót karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Íþróttatölfræðiveitan Gracenote hefur spáð fyrir um gengi þjóðanna og telur að Ísland fari í umspilið. Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira