Bærinn ljótur að sjá eftir gríðarlegan sandstorm Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. mars 2023 23:07 Svona var umhorfs á bænum eftir sandstorminn. örn karlsson Bær á Meðallandi í Skaftárhreppi lítur illa út eftir mikinn sandstorm sem reið þar yfir í gær. Tún eru þakin djúpum sandi og húsin ljót að sjá. Bóndinn á bænum hefur gengið á eftir því að fá að græða lúpínu til að hefta fokið en ekki fengið fræ frá Landgræðslunni afhent. „Það á eftir að koma í ljós hvernig bærinn kemur undan þessu. En það virðast ekki vera neinar stórar skemmdir,“ segir Örn Karlsson, sem búsettur er á Meðallandi, í samtali við fréttastofu. Blessunarlega urðu ekki miklar skemmdir á húsum. Ernir segist ekki hafa lent í slíku sandfoki fyrr en að sandstormar hafi leikið fólk á sömu slóðum grátt, á árum áður. Fær ekki að gróðursetja lúpínu Hann segir að landið í kringum bæinn hafi verið að gróa á síðustu árum og þannig hafi vandamálið minnkað. „Það er aðallega vegna þess að það hefur verið minni beit. Við erum búin að setja niður melgresi í áratugi og við höfum prófað grasfræ, grastegundir og ýmislegt, með Landgræðslunni, en það er ekkert sem virkar betur en lúpínan. Það er alveg sama hvort mönnum finnist hún flott eða ekki en það er ekkert sem virkar betur á þessu svæði.“ Örn segir Landgræðsluna hins vegar ekki vilja afhenda sér lúpínufræ. „Við höfum gengið á eftir því, þau eiga mikið af fræjum en vilja ekki láta okkur hafa þau.“ Umhverfisráðuneyti hefur undanfarin ár unnið að því að minnka útbreiðslu lúpínu. Örn grunar að það sé ástæðan fyrir því að hann fær ekki afhent lúpínufræ. „Í Gunnarsholti eru til fleiri tonn af lúpínu. Við gætum alveg grætt þetta allt upp og stöðvað þennan sand. Við þurfum bara þessa jurt.“ Bærinn er sótsvartur eftir storminn.örn karlsson Skógrækt og landgræðsla Skaftárhreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
„Það á eftir að koma í ljós hvernig bærinn kemur undan þessu. En það virðast ekki vera neinar stórar skemmdir,“ segir Örn Karlsson, sem búsettur er á Meðallandi, í samtali við fréttastofu. Blessunarlega urðu ekki miklar skemmdir á húsum. Ernir segist ekki hafa lent í slíku sandfoki fyrr en að sandstormar hafi leikið fólk á sömu slóðum grátt, á árum áður. Fær ekki að gróðursetja lúpínu Hann segir að landið í kringum bæinn hafi verið að gróa á síðustu árum og þannig hafi vandamálið minnkað. „Það er aðallega vegna þess að það hefur verið minni beit. Við erum búin að setja niður melgresi í áratugi og við höfum prófað grasfræ, grastegundir og ýmislegt, með Landgræðslunni, en það er ekkert sem virkar betur en lúpínan. Það er alveg sama hvort mönnum finnist hún flott eða ekki en það er ekkert sem virkar betur á þessu svæði.“ Örn segir Landgræðsluna hins vegar ekki vilja afhenda sér lúpínufræ. „Við höfum gengið á eftir því, þau eiga mikið af fræjum en vilja ekki láta okkur hafa þau.“ Umhverfisráðuneyti hefur undanfarin ár unnið að því að minnka útbreiðslu lúpínu. Örn grunar að það sé ástæðan fyrir því að hann fær ekki afhent lúpínufræ. „Í Gunnarsholti eru til fleiri tonn af lúpínu. Við gætum alveg grætt þetta allt upp og stöðvað þennan sand. Við þurfum bara þessa jurt.“ Bærinn er sótsvartur eftir storminn.örn karlsson
Skógrækt og landgræðsla Skaftárhreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira