Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2023 11:06 Gwyneth Paltrow í dómsal á þriðjudaginn. AP/Rick Bowmer Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. Maðurinn heitir Terry Sanderson og hann heldur því fram að nokkur rifbein hans hafi brotnað í hinu meinta slysi og að hann hafi hlotið heilaskaða. Hann segir Paltrow hafa stungið af eftir að hún ruddi hann niður og fer fram á þrjú hundruð þúsund dali í skaðabætur. Það samsvarar um 41,5 milljónum króna. Lögmaður Paltrow segir Sanderson hafa valdið árekstrinum. Paltrow vill einn dal og að Sanderson greiði málsrekstrarkostnað. Paltrow og Sanderson skullu saman í brekkum Park City, sem er vinsæll áfangastaður auðugs fólks og er Sundance kvikmyndahátíðin haldin þar. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja lög Utah að sá sem er neðar í skíðabrekkunni eigi réttinn en bæði Sanderson og Paltrow segja að hinn aðilinn hafi klesst aftan á sig. Þau segjast bæði hafa verið neðar í brekkunni. Lögmaður Sanderssons hefur vísað til herþjónustu skjólstæðings síns og þess að hann hafi hlotið umfangsmikil meiðsl við áreksturinn. Þá hefur hann málað Paltrow sem kærulausan auðjöfur sem hafi greitt fúlgur fjár fyrir skíðakennslu fyrir börn sín sem felur einnig í sér að börnin gátu komist hjá löngum biðröðum. Hinn 76 ára gamli Terry Sanderson segir Paltrow hafa klesst aftan á sig og valdið sér miklum skaða.AP/Rick Bowmer Lögmaður Paltrow sagði Sanderson hafa klesst aftan á hana. Í kjölfarið hafi hún og aðrir sem voru með henni farið til Sanderson og spurt hann hvort það væri í lagi með hann. Við því mun hann hafa sagt að hann væri í góðu lagi, samkvæmt lögmanninum. Sanderson, sem er 76 ára gamall, neitar þessu ekki en segist ekki muna eftir þessum samskiptum. Þá sagði lögmaður Paltrow að kviðdómendur ættu ekki að láta samúð sína með kvillum Sandersons hafa áhrif á dómgreind sína. Hann vísaði til aldurs Sandersons og til skráðs heilaskaða sem hann hlaut fyrir áreksturinn í skíðabrekkunni. Þar að auki vísaði hann til myndar sem Sanderson birti á samfélagsmiðlum af sér brosandi þegar verið var að flytja hann niður úr skíðabrekkunni. Í upphafsræðu sinni sagði lögmaður Paltrow að þau teldu málið gegn henni vera kjaftæði. Gwyneth Paltrow's lawyer calls Utah ski collision story "utter B.S." during the trial's opening day. https://t.co/TkwDFVvGuJ pic.twitter.com/Q9VsubyOb4— The Associated Press (@AP) March 22, 2023 Þriðji dagur réttarhaldanna fer fram í dag og þá munu dætur Sandersons bera vitni. Búist er við því að þær muni tala um meiðsli hans og breytta hegðun í kjölfar slyssins. Í gær lýstu sérfræðingar sem lögmaður Sandersons kallaði til því hvernig meiðsli hans voru líklega fengin með því að einhver klessti aftan á hann og það að þessi meiðsli hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann og heilastarfsemi hans. Lögmaður Paltrow sagði aftur á móti degi áður að Sanderson væri 76 ára gamall maður og hin meintu meiðsli hans væru eðlilegur fylgikvilli öldrunar og þess að hann hafi klesst á Paltrow. Lögmaður hennar hefur enn ekki kallað til vitni en meðal annarra munu Brad Falchuk, eiginmaður Paltrow, og tvö börn þeirra Móses og Apple bera vitni. Búist er við því að lögmaður Paltrow muni spyrja dætur Sandersons út í það að hann hafi talað um frægð hennar og tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Paltrow gagnrýnd fyrir mataræðið: „Hljómar eins og undirbúningur fyrir ristilspeglun“ Leik- og athafnakonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir viðtal sem hún fór í nú á dögunum. Paltrow var gestur í hlaðvarpinu The Art of Being Well þar sem hún fór yfir heilsurútínu sína sem margir netverjar telja að sé skaðleg og stuðli að megrunarmenningu. 16. mars 2023 13:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Maðurinn heitir Terry Sanderson og hann heldur því fram að nokkur rifbein hans hafi brotnað í hinu meinta slysi og að hann hafi hlotið heilaskaða. Hann segir Paltrow hafa stungið af eftir að hún ruddi hann niður og fer fram á þrjú hundruð þúsund dali í skaðabætur. Það samsvarar um 41,5 milljónum króna. Lögmaður Paltrow segir Sanderson hafa valdið árekstrinum. Paltrow vill einn dal og að Sanderson greiði málsrekstrarkostnað. Paltrow og Sanderson skullu saman í brekkum Park City, sem er vinsæll áfangastaður auðugs fólks og er Sundance kvikmyndahátíðin haldin þar. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja lög Utah að sá sem er neðar í skíðabrekkunni eigi réttinn en bæði Sanderson og Paltrow segja að hinn aðilinn hafi klesst aftan á sig. Þau segjast bæði hafa verið neðar í brekkunni. Lögmaður Sanderssons hefur vísað til herþjónustu skjólstæðings síns og þess að hann hafi hlotið umfangsmikil meiðsl við áreksturinn. Þá hefur hann málað Paltrow sem kærulausan auðjöfur sem hafi greitt fúlgur fjár fyrir skíðakennslu fyrir börn sín sem felur einnig í sér að börnin gátu komist hjá löngum biðröðum. Hinn 76 ára gamli Terry Sanderson segir Paltrow hafa klesst aftan á sig og valdið sér miklum skaða.AP/Rick Bowmer Lögmaður Paltrow sagði Sanderson hafa klesst aftan á hana. Í kjölfarið hafi hún og aðrir sem voru með henni farið til Sanderson og spurt hann hvort það væri í lagi með hann. Við því mun hann hafa sagt að hann væri í góðu lagi, samkvæmt lögmanninum. Sanderson, sem er 76 ára gamall, neitar þessu ekki en segist ekki muna eftir þessum samskiptum. Þá sagði lögmaður Paltrow að kviðdómendur ættu ekki að láta samúð sína með kvillum Sandersons hafa áhrif á dómgreind sína. Hann vísaði til aldurs Sandersons og til skráðs heilaskaða sem hann hlaut fyrir áreksturinn í skíðabrekkunni. Þar að auki vísaði hann til myndar sem Sanderson birti á samfélagsmiðlum af sér brosandi þegar verið var að flytja hann niður úr skíðabrekkunni. Í upphafsræðu sinni sagði lögmaður Paltrow að þau teldu málið gegn henni vera kjaftæði. Gwyneth Paltrow's lawyer calls Utah ski collision story "utter B.S." during the trial's opening day. https://t.co/TkwDFVvGuJ pic.twitter.com/Q9VsubyOb4— The Associated Press (@AP) March 22, 2023 Þriðji dagur réttarhaldanna fer fram í dag og þá munu dætur Sandersons bera vitni. Búist er við því að þær muni tala um meiðsli hans og breytta hegðun í kjölfar slyssins. Í gær lýstu sérfræðingar sem lögmaður Sandersons kallaði til því hvernig meiðsli hans voru líklega fengin með því að einhver klessti aftan á hann og það að þessi meiðsli hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann og heilastarfsemi hans. Lögmaður Paltrow sagði aftur á móti degi áður að Sanderson væri 76 ára gamall maður og hin meintu meiðsli hans væru eðlilegur fylgikvilli öldrunar og þess að hann hafi klesst á Paltrow. Lögmaður hennar hefur enn ekki kallað til vitni en meðal annarra munu Brad Falchuk, eiginmaður Paltrow, og tvö börn þeirra Móses og Apple bera vitni. Búist er við því að lögmaður Paltrow muni spyrja dætur Sandersons út í það að hann hafi talað um frægð hennar og tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Paltrow gagnrýnd fyrir mataræðið: „Hljómar eins og undirbúningur fyrir ristilspeglun“ Leik- og athafnakonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir viðtal sem hún fór í nú á dögunum. Paltrow var gestur í hlaðvarpinu The Art of Being Well þar sem hún fór yfir heilsurútínu sína sem margir netverjar telja að sé skaðleg og stuðli að megrunarmenningu. 16. mars 2023 13:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03
Paltrow gagnrýnd fyrir mataræðið: „Hljómar eins og undirbúningur fyrir ristilspeglun“ Leik- og athafnakonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir viðtal sem hún fór í nú á dögunum. Paltrow var gestur í hlaðvarpinu The Art of Being Well þar sem hún fór yfir heilsurútínu sína sem margir netverjar telja að sé skaðleg og stuðli að megrunarmenningu. 16. mars 2023 13:31