Gerðu loftárásir eftir mannskæða drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 10:07 Bandaríkjamenn hafa lengi notað MQ-9 Reaper dróna til árása í Mið-Austurlöndum og víðar. EPA/Rio Rosado Bandarískur verktaki féll í drónaárás í Sýrlandi í nótt þar sem skæruliðahópur studdur af stjórnvöldum í Íran notaðist við dróna frá ríkinu til árásarinnar á herstöð í norðausturhluta landsins. Annar verktaki og fimm bandarískir hermenn særðust í árásinni. Fjórir þeirra sem særðust voru fluttir til aðhlynningar í Írak. Hlúð var að tveimur á staðnum. Í kjölfarið gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á skæruliðahópinn og aðra sem studdir eru af Byltingarverði Írans. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í nótt að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu verið hnitmiðaðar og þeim væri ætlað að koma í veg fyrir frekari árásir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árásirnar voru gerðar að skipa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, hafa eftir heimildarmönnum sínum að minnst átta skæruliðar hafi fallið í árásum Bandaríkjanna. Búist sé við að fleiri muni láta lífið þar sem margir séu særðir. Samtökin segja að árásirnar hafi meðal annars beinst gegn vopnageymslu í Deir Ezzor. Herforinginn Michael Kurilla, einn af æðstu yfirmönnum Bandaríkjahers, segir að herinn sé í stöðu til að gera frekari og umfangsmeiri árásir, verði þörf á því. Below is a statement from the CENTCOM Commander on the precision strikes in response to American casualties in Syria. pic.twitter.com/MIJeQh1VtD— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 24, 2023 Hann sagði þingmönnum í gær að Íran hefði mun meiri hernaðargetu en áður og vísaði sérstaklega til stýri- og eldflauga og sjálfsprengidróna. Kurilla sagði einnig að Íranar hefðu gert 78 árásir á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá janúar 2021. Bæði sjálfir og í gegnum skæruliðahópa. Bandaríkin eru með hundruð hermanna í Sýrlandi og eiga þeir að vera þar til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem enn eru virkir í Sýrlandi og í Írak. Bandarísku hermennirnir styðja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Syrian Democratic Forces, sem leiddu baráttuna í að brjóta kalífadæmi ISIS á bak aftur. Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Tengdar fréttir ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12 Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fjórir þeirra sem særðust voru fluttir til aðhlynningar í Írak. Hlúð var að tveimur á staðnum. Í kjölfarið gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á skæruliðahópinn og aðra sem studdir eru af Byltingarverði Írans. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í nótt að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu verið hnitmiðaðar og þeim væri ætlað að koma í veg fyrir frekari árásir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árásirnar voru gerðar að skipa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, hafa eftir heimildarmönnum sínum að minnst átta skæruliðar hafi fallið í árásum Bandaríkjanna. Búist sé við að fleiri muni láta lífið þar sem margir séu særðir. Samtökin segja að árásirnar hafi meðal annars beinst gegn vopnageymslu í Deir Ezzor. Herforinginn Michael Kurilla, einn af æðstu yfirmönnum Bandaríkjahers, segir að herinn sé í stöðu til að gera frekari og umfangsmeiri árásir, verði þörf á því. Below is a statement from the CENTCOM Commander on the precision strikes in response to American casualties in Syria. pic.twitter.com/MIJeQh1VtD— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 24, 2023 Hann sagði þingmönnum í gær að Íran hefði mun meiri hernaðargetu en áður og vísaði sérstaklega til stýri- og eldflauga og sjálfsprengidróna. Kurilla sagði einnig að Íranar hefðu gert 78 árásir á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá janúar 2021. Bæði sjálfir og í gegnum skæruliðahópa. Bandaríkin eru með hundruð hermanna í Sýrlandi og eiga þeir að vera þar til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem enn eru virkir í Sýrlandi og í Írak. Bandarísku hermennirnir styðja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Syrian Democratic Forces, sem leiddu baráttuna í að brjóta kalífadæmi ISIS á bak aftur.
Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Tengdar fréttir ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12 Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12
Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05
Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03