Jónsi í Sigur Rós lagði ríkisskattstjóra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 18:45 Myndin er tekin á tónleikum Sigur Rósar í Laugardalshöll í nóvember. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað kröfu á hendur Jónsa í Sigur Rós vegna skattamáls hljómsveitarinnar frá héraðsdómi. Ríkisskattstjóri ákvað að falla frá áfrýjun dómsmála á hendur þriggja af fjögurra hljómsveitarmeðlima, sem allir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Eftir stóð Jónsi – og endurskoðandi hans. Tónlistarmennirnir fjórir voru upphaflega grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Skattsvikamálið hefur velkst um í réttarkerfinu um nokkurt skeið; Landsréttur úrskurðaði árið 2021 að málið skyldi fara fyrir héraðsdóm að nýju, sem svo sýknaði tónlistarmennina, þá Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og fyrrverandi meðliminn Orra Pál Dýrason. Ríkisskattstjóri áfrýjaði til Landsréttar en ákvað óvænt að falla frá þremur áfrýjunum af fjórum. Nú liggur fyrir niðurstaða í máli Jónsa. Tónlistarmennirnir hafa byggt frávísunarkröfu á reglunni um ne bis in idem, það er, að maður þurfi ekki að sæta saksókn eða refsingu oftar en einu sinni fyrir sömu háttsemina. Þeir hafi þegar greitt sekt vegna málsins og væri því um tvöfalda refsingu að ræða. Landsréttur féllst ekki á þau rök Jónsa strax í upphafi forsendna dómsins, sem kveðinn var upp í dag, enda hafi álagið verið lagt á félag í hans eigu en ekki hann sjálfan. Eftir stæði hvort hann teldist hafa verið sýknaður við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum. Aðildin samofin Landsréttur taldi að aðild félags Jónsa og hans sjálfs hafi verið svo samofin að við meðferð skattyfirvalda hafi aðildin, á tilteknu tímabili, verið ein og hin sama. Því væri rétt að hann nyti þess vafa sem uppi hefur verið í dómaframkvæmd um túlkun á reglunni um tvöfalda refsingu. Gunnar Þór Ásgeirsson, endurskoðandi hljómsveitarinnar, krafðist ekki frávísunar en byggði sýknukröfu sína á því að hann hefði réttmætar væntingar um að máli á hendur honum væri lokið, þar sem hann væri ekki tilgreindur sem sökunautur, þegar skattrannsóknarstjóri vísaði málinu til héraðssaksóknara. Endurskoðandanum var gefið að sök að hafa sleppt því að standa skil á skattframtölum félagsins og þannig komið þeim undan greiðslu tekjuskatts. Ákæran miðaði hins vegar að því að hann hefði verið daglegur stjórnandi félags Jónsa en því hafnaði endurskoðandinn alfarið. Ákæruvaldinu tókst sönnun ekki og þá þótti einnig varhugavert að telja hann hlutdeildarmann í skattsvikabroti. Var Gunnar Þór því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Eignir tónlistarmannanna voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en þær námu um 800 milljónum króna. Georg Hólm bassaleikari sveitarinnar tjáði sig um málið fyrir tveimur árum síðan og sagði þá: „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“ Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Tengdar fréttir Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43 „Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06 Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Tónlistarmennirnir fjórir voru upphaflega grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Skattsvikamálið hefur velkst um í réttarkerfinu um nokkurt skeið; Landsréttur úrskurðaði árið 2021 að málið skyldi fara fyrir héraðsdóm að nýju, sem svo sýknaði tónlistarmennina, þá Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og fyrrverandi meðliminn Orra Pál Dýrason. Ríkisskattstjóri áfrýjaði til Landsréttar en ákvað óvænt að falla frá þremur áfrýjunum af fjórum. Nú liggur fyrir niðurstaða í máli Jónsa. Tónlistarmennirnir hafa byggt frávísunarkröfu á reglunni um ne bis in idem, það er, að maður þurfi ekki að sæta saksókn eða refsingu oftar en einu sinni fyrir sömu háttsemina. Þeir hafi þegar greitt sekt vegna málsins og væri því um tvöfalda refsingu að ræða. Landsréttur féllst ekki á þau rök Jónsa strax í upphafi forsendna dómsins, sem kveðinn var upp í dag, enda hafi álagið verið lagt á félag í hans eigu en ekki hann sjálfan. Eftir stæði hvort hann teldist hafa verið sýknaður við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum. Aðildin samofin Landsréttur taldi að aðild félags Jónsa og hans sjálfs hafi verið svo samofin að við meðferð skattyfirvalda hafi aðildin, á tilteknu tímabili, verið ein og hin sama. Því væri rétt að hann nyti þess vafa sem uppi hefur verið í dómaframkvæmd um túlkun á reglunni um tvöfalda refsingu. Gunnar Þór Ásgeirsson, endurskoðandi hljómsveitarinnar, krafðist ekki frávísunar en byggði sýknukröfu sína á því að hann hefði réttmætar væntingar um að máli á hendur honum væri lokið, þar sem hann væri ekki tilgreindur sem sökunautur, þegar skattrannsóknarstjóri vísaði málinu til héraðssaksóknara. Endurskoðandanum var gefið að sök að hafa sleppt því að standa skil á skattframtölum félagsins og þannig komið þeim undan greiðslu tekjuskatts. Ákæran miðaði hins vegar að því að hann hefði verið daglegur stjórnandi félags Jónsa en því hafnaði endurskoðandinn alfarið. Ákæruvaldinu tókst sönnun ekki og þá þótti einnig varhugavert að telja hann hlutdeildarmann í skattsvikabroti. Var Gunnar Þór því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Eignir tónlistarmannanna voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en þær námu um 800 milljónum króna. Georg Hólm bassaleikari sveitarinnar tjáði sig um málið fyrir tveimur árum síðan og sagði þá: „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“
Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Skattar og tollar Dómsmál Tengdar fréttir Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43 „Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06 Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld „Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi. 25. nóvember 2022 10:43
„Mjög sterk og ákveðin sýkna“ Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot. 25. maí 2021 11:06
Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10