Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. mars 2023 14:38 Haldið er upp á fimmtíu ára afmæli Kjarvalsstaða um helgina. Sagan segir að Kjarval sjálfur hafi ekki treyst borgaryfirvöldum við framkvæmdir og mætt með eigin skóflu að heiman. vísir/vilhelm Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við borgarstjóra og safnstjóra Kjarvalsstaða í beinni útsendingu. Tilefnið var að fimmtíu ára opnunarafmæli Kjarvalsstaða, en húsið er það fyrsta á Íslandi sem er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa myndlistarsýningar. „Ég held alltaf svolítið upp á þessa sögu, af því Kjarval var það sem í daglegu tali er kallað snillingur, en líka býsna sérvitur. Hann treysti því ekki alveg að þetta myndi ganga vel fyrir sig þannig að hann kom með sína eigin skóflu og sagan segir að hann hafi tekið moldina með sér,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bætti við að bæði skóflan og moldin væru á meðal þess sem hægt er að sjá á sérstakri afmælissýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að um 200 verk, sem eiga að endurspegla 20. öldina, séu á sýningunni. Afmælisboð verður í dag kl. 3 og sýningin stendur fram í ágúst. Þá verður frítt inn á sýninguna um helgina. Dagur segir að með ákvörðun um að reisa Kjarvalsstaði á Klambratúni hafi verið tekin ákvörðun um að Reykjavík yrði breytt úr bæ í borg. „Þess vegna er ótrúlega gaman að halda upp á þessi tímamót,“ segir Dagur. Myndlist Reykjavík Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við borgarstjóra og safnstjóra Kjarvalsstaða í beinni útsendingu. Tilefnið var að fimmtíu ára opnunarafmæli Kjarvalsstaða, en húsið er það fyrsta á Íslandi sem er sérstaklega hannað og byggt til að hýsa myndlistarsýningar. „Ég held alltaf svolítið upp á þessa sögu, af því Kjarval var það sem í daglegu tali er kallað snillingur, en líka býsna sérvitur. Hann treysti því ekki alveg að þetta myndi ganga vel fyrir sig þannig að hann kom með sína eigin skóflu og sagan segir að hann hafi tekið moldina með sér,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bætti við að bæði skóflan og moldin væru á meðal þess sem hægt er að sjá á sérstakri afmælissýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að um 200 verk, sem eiga að endurspegla 20. öldina, séu á sýningunni. Afmælisboð verður í dag kl. 3 og sýningin stendur fram í ágúst. Þá verður frítt inn á sýninguna um helgina. Dagur segir að með ákvörðun um að reisa Kjarvalsstaði á Klambratúni hafi verið tekin ákvörðun um að Reykjavík yrði breytt úr bæ í borg. „Þess vegna er ótrúlega gaman að halda upp á þessi tímamót,“ segir Dagur.
Myndlist Reykjavík Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira