Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Að hans sögn er gert er ráð fyrir að einn verði fluttur á slysadeild með þyrlunni. „Sveitin var kölluð út með mesta forgangi,“ segir Ásgeir.
Björgunarsveitir eru á leiðinni að Jarlhettum, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar. „Einhverjir félagar úr björgunarsveitum voru staddir í nágrenni og voru því fljótir á staðinn,“ segir hann í samtali við fréttastofu.
Þetta er í annað sinn í dag sem þyrla gæslunnar er kölluð út. Í morgun var einn fluttur á slysadeild vegna alvarlegs fjórhjólaslyss við Hlöðuvallaveg undir Langjökli.