Spá því að mannfjöldinn toppi lægra og fyrr en áður var talið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 10:40 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin spáir því að á árunum 2015 til 2050 muni fólki 60 ára og eldri fjölga úr 12 prósentum í 22 prósent jarðarbúa. Getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar virðast benda til þess að „mannfjöldasprengjan“ muni ekki springa, heldur muni mannfjöldinn toppa lægra og fyrr en áður var talið. Umrædd rannsókn var unnin fyrir Club of Rome og samkvæmt niðurstöðunum mun fjöldi íbúa heimsins ná hámarki í 8,8 milljörðum fyrir miðja þessa öld. Áður var talið að fjöldinn myndi fara í 9,7 milljarða um miðja öldina og halda áfram að aukast í nokkra áratugi. Vísindamennirnir segja að mögulegt sé að ná toppinum fyrr ef stjórnvöld taka afgerandi skref til að auka menntun og hækka meðaltekjur. Ef spár þeirra ná fram að ganga eru það góðar fréttir fyrir náttúruna, þar sem að draga mun úr ágangi á umhverfið og loftslagið þegar fólki fer aftur að fækka. Þá mun það einnig draga úr pólitískri og samfélagslegri spennu. Höfundar skýrslunnar vara þó við því að lækkandi fæðingartíðni muni ekki leysa þann vanda sem steðjar að jörðinni. Þá mun fólksfækkunin skapa ný vandamál, til að mynda fækkun á vinnumarkaði og fjölgun aldraðra. Ben Callegari, einn höfunda skýrslunnar, segir tilefni til bjarsýni en með fyrirvara. „Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að mannfjöldasprengjan springi ekki en við stöndum engu að síður andspænis miklum áskorunum frá umhverfissjónarmiði. Við munum þurfa að leggja mikið í að taka á ofneyslu og offramleiðslu, sem eru stærra vandamál en mannfjöldaþróunin,“ segir hann. Umrædd skýrsla, sem unnin var af bandalaginu Earth4All, gerir sem fyrr segir ráð fyrir að mannfjöldinn toppi í 8,8 milljörðum árið 2046 og dragist saman í 7,3 milljarða fyrir árið 2100. Höfundar skýrslunnar segja þetta ekki munu leiða til algjörra umhverfis- og loftslagshamfara en líkurnar á svæðisbundnu samfélagshruni muni aukast til 2050, vegna aukinnar misskiptingar innan og á milli samfélaga. Bjarsýnni spá, sem gerir ráð fyrir aukinni skattlagningu auðugustu einstaklinga heims til að fjárfesta í jöfnuði, gerir ráð fyrir að mannfjöldinn gæti toppað í 8,5 milljörðum árið 2040 og dregist saman í 6 milljarða fyrir árið 2100. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Mannfjöldi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Umrædd rannsókn var unnin fyrir Club of Rome og samkvæmt niðurstöðunum mun fjöldi íbúa heimsins ná hámarki í 8,8 milljörðum fyrir miðja þessa öld. Áður var talið að fjöldinn myndi fara í 9,7 milljarða um miðja öldina og halda áfram að aukast í nokkra áratugi. Vísindamennirnir segja að mögulegt sé að ná toppinum fyrr ef stjórnvöld taka afgerandi skref til að auka menntun og hækka meðaltekjur. Ef spár þeirra ná fram að ganga eru það góðar fréttir fyrir náttúruna, þar sem að draga mun úr ágangi á umhverfið og loftslagið þegar fólki fer aftur að fækka. Þá mun það einnig draga úr pólitískri og samfélagslegri spennu. Höfundar skýrslunnar vara þó við því að lækkandi fæðingartíðni muni ekki leysa þann vanda sem steðjar að jörðinni. Þá mun fólksfækkunin skapa ný vandamál, til að mynda fækkun á vinnumarkaði og fjölgun aldraðra. Ben Callegari, einn höfunda skýrslunnar, segir tilefni til bjarsýni en með fyrirvara. „Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að mannfjöldasprengjan springi ekki en við stöndum engu að síður andspænis miklum áskorunum frá umhverfissjónarmiði. Við munum þurfa að leggja mikið í að taka á ofneyslu og offramleiðslu, sem eru stærra vandamál en mannfjöldaþróunin,“ segir hann. Umrædd skýrsla, sem unnin var af bandalaginu Earth4All, gerir sem fyrr segir ráð fyrir að mannfjöldinn toppi í 8,8 milljörðum árið 2046 og dragist saman í 7,3 milljarða fyrir árið 2100. Höfundar skýrslunnar segja þetta ekki munu leiða til algjörra umhverfis- og loftslagshamfara en líkurnar á svæðisbundnu samfélagshruni muni aukast til 2050, vegna aukinnar misskiptingar innan og á milli samfélaga. Bjarsýnni spá, sem gerir ráð fyrir aukinni skattlagningu auðugustu einstaklinga heims til að fjárfesta í jöfnuði, gerir ráð fyrir að mannfjöldinn gæti toppað í 8,5 milljörðum árið 2040 og dregist saman í 6 milljarða fyrir árið 2100. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Mannfjöldi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira