Umfjöllun: Göppingen - Valur 33-31 | Tryggvi með sýningu í Göppingen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2023 20:30 Tryggvi Garðar Jónsson skoraði ellefu mörk gegn Göppingen. vísir/diego Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er því lokið og liðið getur vel við unað eftir þetta ævintýri. Valsmenn gerðu frábærlega í riðlakeppninni og unnu þar helming leikja sinna. Göppingen hentaði Val hins vegar mjög illa og vann einvígi liðanna sannfærandi. Eftir sjö marka tap í fyrri leiknum, 29-36, var ljóst að Valur þyrfti kraftaverk í Þýskalandi í kvöld. Og það var aldrei líklegt til að gerast. Valsmenn voru án Benedikts Gunnars Óskarssonar og munaði um minna. Í fjarveru hans fékk Tryggvi Garðar Jónsson stærra hlutverk sem hann nýtti til fullnustu. Strákurinn fékk skotleyfi og raðaði inn mörkum. Alls urðu þau ellefu og í öllum regnbogans litum. Frábær frammistaða hjá Tryggva. Vignir Stefánsson var í byrjunarliði Vals og skoraði þrjú mörk.vísir/diego Magnús Óli Magnússon og Arnór Snær Óskarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Val. Björgvin Páll Gústavsson varði fjórtán skot (33 prósent) og Motoki Sakai tvö (33 prósent). Tobias Ellebæk skoraði sex mörk fyrir Göppingen og Jaka Malus fimm. Tólf leikmenn liðsins komust á blað í kvöld. Marin Sego byrjaði í marki heimamanna og varði aðeins fjögur skot (25 prósent). Daniel Rebmann átti frábæra innkomu og varði þrettán af þeim 32 skotum sem hann fékk á sig (41 prósent). Jafnræði var með liðunum framan af en líkt og í fyrri leiknum gaf Göppingen í síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks. Þjóðverjarnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Líkt og í fyrri leiknum þurfti Valur að hafa miklu meira fyrir mörkunum sínum en Göppingen. Valsmenn þurftu að treysta meira á einstaklingsframtak en oft áður og þá vantaði sárlega hraðaupphlaupsmörk eins og í fyrri leiknum. Valur skoraði bara sex mörk eftir hraðaupphlaup í kvöld og aðeins ellefu samtals í báðum leikjunum. Magnús Óli Magnússon skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Vals í leiknum.vísir/diego Göppingen var yfir allan seinni hálfleikinn en leiddi aldrei með meira en fjórum mörkum og Valur var aldrei langt undan. Valsmönnum til hróss gáfust þeir aldrei upp, héldu alltaf áfram og settu þrýsting á Þjóðverjana. Ellebæk kom Göppingen í 31-27 en Valur svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 31-30. Heimamenn skoruðu hins vegar næstu tvö mörk og lönduðu sigrinum sem þeir þurftu að hafa talsvert fyrir gegn góðu Valsliði sem var sjálfu sér til sóma í kvöld og í öllu Evrópuævintýrinu. Evrópudeild karla í handbolta Valur
Valur tapaði fyrir Göppingen, 33-31, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Göppingen vann einvígið, 69-60 samanlagt. Þátttöku Vals í Evrópudeildinni er því lokið og liðið getur vel við unað eftir þetta ævintýri. Valsmenn gerðu frábærlega í riðlakeppninni og unnu þar helming leikja sinna. Göppingen hentaði Val hins vegar mjög illa og vann einvígi liðanna sannfærandi. Eftir sjö marka tap í fyrri leiknum, 29-36, var ljóst að Valur þyrfti kraftaverk í Þýskalandi í kvöld. Og það var aldrei líklegt til að gerast. Valsmenn voru án Benedikts Gunnars Óskarssonar og munaði um minna. Í fjarveru hans fékk Tryggvi Garðar Jónsson stærra hlutverk sem hann nýtti til fullnustu. Strákurinn fékk skotleyfi og raðaði inn mörkum. Alls urðu þau ellefu og í öllum regnbogans litum. Frábær frammistaða hjá Tryggva. Vignir Stefánsson var í byrjunarliði Vals og skoraði þrjú mörk.vísir/diego Magnús Óli Magnússon og Arnór Snær Óskarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Val. Björgvin Páll Gústavsson varði fjórtán skot (33 prósent) og Motoki Sakai tvö (33 prósent). Tobias Ellebæk skoraði sex mörk fyrir Göppingen og Jaka Malus fimm. Tólf leikmenn liðsins komust á blað í kvöld. Marin Sego byrjaði í marki heimamanna og varði aðeins fjögur skot (25 prósent). Daniel Rebmann átti frábæra innkomu og varði þrettán af þeim 32 skotum sem hann fékk á sig (41 prósent). Jafnræði var með liðunum framan af en líkt og í fyrri leiknum gaf Göppingen í síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks. Þjóðverjarnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Líkt og í fyrri leiknum þurfti Valur að hafa miklu meira fyrir mörkunum sínum en Göppingen. Valsmenn þurftu að treysta meira á einstaklingsframtak en oft áður og þá vantaði sárlega hraðaupphlaupsmörk eins og í fyrri leiknum. Valur skoraði bara sex mörk eftir hraðaupphlaup í kvöld og aðeins ellefu samtals í báðum leikjunum. Magnús Óli Magnússon skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Vals í leiknum.vísir/diego Göppingen var yfir allan seinni hálfleikinn en leiddi aldrei með meira en fjórum mörkum og Valur var aldrei langt undan. Valsmönnum til hróss gáfust þeir aldrei upp, héldu alltaf áfram og settu þrýsting á Þjóðverjana. Ellebæk kom Göppingen í 31-27 en Valur svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 31-30. Heimamenn skoruðu hins vegar næstu tvö mörk og lönduðu sigrinum sem þeir þurftu að hafa talsvert fyrir gegn góðu Valsliði sem var sjálfu sér til sóma í kvöld og í öllu Evrópuævintýrinu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik