Hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldurinn kviknaði Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 15:05 Flestir hinna látnu voru frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. AP/Christian Chavez) Öryggisverðir í flóttamannabúðum í Ciudad Jarez hleyptu flóttamönnum ekki út þegar eldur kviknaði í búðunum í gær. Minnst 38 létust og 28 eru særðir en flóttamennirnir sjálfir eru sagðir hafa kveikt eldinn. Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft. Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó. Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli. AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum. AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks. Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla. „Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón. Mexíkó Flóttamenn Bandaríkin Tengdar fréttir Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Forseti Mexíkó heitir því að málið verði rannsakað og engum verði hlíft. Myndband úr öryggismyndavél í flóttamannabúðunum styður það að flóttamennirnir hafi sjálfir kveikt eldinn en þeir munu hafa verið að mótmæla mögulegum brottflutningi frá Mexíkó. Mikill fjöldi fólks heldur til í Mexíkó og bíður eftir því að fá tækifæri til að reyna að komast til Bandaríkjanna eða hafa þegar sótt um hæli og bíða eftir því að mál þeirra fari í gegnum hið opinbera ferli. AP fréttaveitan segir 68 menn hafa verið í þessu tiltekna húsnæði og flestir hafi verið frá Gvatemala, Hondúras, Venesúela og El Salvador. Áðurnefnt myndband sýnir einnig að öryggisverðir hlaupa út, án þess að hleypa flóttamönnunum út úr læstu rými eða búri sem þeir virðast hafa verið í. Fimmtán konum var hleypt út en ekki mönnunum. AP segir að flestir þeirra sem dóu hafi kafnað vegna reyks. Viangly Infante Padrón, eiginkona eins mannsins, sem lést segist ekki skilja af hverju mönnunum var ekki hleypt út. Öryggisverðirnir hefðu verið þeir einu sem voru með lykla. „Ábyrgðin var þeirra að opna dyrnar og bjarga þessum lífum, burtséð frá því hvort þeir voru í haldi eða burtséð frá því hvort þeir myndu reyna að flýja, burtséð frá öllu sem hafði gerst. Þeir áttu að bjarga þessum lífum,“ sagði Viangly Infante Padrón.
Mexíkó Flóttamenn Bandaríkin Tengdar fréttir Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum. 28. mars 2023 14:42