Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2023 22:20 Björgunarsveitarmenn í Neskaupstað ræða við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Sigurjón Ólason Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fjallað var um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 en í morgun breytti Veðurstofan gulri viðvörun yfir í appelsínugula. Viðvörunin tók gildi klukkan nítján í kvöld. Hún nær í raun yfir alla Austfirði, milli Glettings og Þvottárskriða, og byggðir allt norður frá Seyðisfirði og suður fyrir Djúpavog. Snjóflóðahætta er talin á öllu svæðinu, mest þó á miðhluta Austfjarða. Björgunarsveitarmenn á spjalli við bæjarstjórann. Fyrir aftan má sjá lokunarpóst við götuna Starmýri og einnig skemmda bíla eftir snjóflóðið sem féll á mánudag.Sigurjón Ólason Annað kort frá Veðurstofunni sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag. Þar sést að þetta mikla úrkomubelti nær suður í Öræfasveit. Þetta byrjar sem snjókoma en breytist svo í slyddu og loks í rigningu eftir því sem hlýnar og þá verður hætta á krapaflóðum. Kortið sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag.Veðurstofa Íslands Á færðarkorti Vegagerðarinnar síðdegis yfir færðina á þjóðvegum Austurlands mátti sjá að helstu leiðir voru enn opnar. Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar lokaðist að vísu um tíma í morgun en búast má við að færðin spillist strax í kvöld því varað er við miklum samgöngutruflunum. Norðfjarðargöng voru lokuð í hálfan annan sólarhring í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu Norðfjarðarmegin í Fannardal. Sigurjón Ólason Þegar séð var að snjóflóðahætta myndi aukast með versnandi veðurspá sendu almannavarnir enn meiri liðsauka til Austurlands í dag sem bættist við þann hóp sem sendur var strax á mánudag. Lið frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði og Rauða krossinum flaug þá austur en einnig voru hundar með í för, þjálfaðir til leitar í snjóflóðum. Landhelgisgæslan sendi einnig þyrlu austur sem og varðskip. Björgunarsveitir á Norðurlandi lögðu einnig lið og sendu snjóbíla og mannskap. Biðsalur farþega á Egilsstaðaflugvelli var tekinn undir björgunarsveitarfólk og leitarhunda.Sigurjón Ólason Hjá lögreglunni á Austurlandi áætlaði Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, nú síðdegis að yfir tvöhundruð manns væru núna þar í viðbragðsstöðu. Þar af væru um fimmtíu manns af Austurlandi en yfir 150 manns úr öðrum landshlutum. Frá Norðfirði. Bíll björgunarsveitarinnar Gerpis.Sigurjón Ólason Það eru þó vettvangsstjórnir heimamanna, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og ekki síst á Norðfirði, sem bera hitann og þungann af þeim mikla viðbúnaði sem núna er haldið úti. Snjóflóðið sem féll á nokkur hús í Neskaupstað í fyrradag minnti menn þar óþyrmilega á snjóflóðin 1974 sem kostuðu tólf manns lífið. Bílarnir sem lágu þar á hvolfi, um tugur talsins, vitna um þann ógnarkraft sem fylgir snjóflóði og það sem olli mestum skaða á mánudag telst þó lítið. Við hús björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað.Sigurjón Ólason „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta,“ sagði Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður í Neskaupstað, þegar hann sýndi okkur ummerki snjóflóðsins sem féll í fyrradag. „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum.“ Tómas Zoëga er snjóflóðaeftirlitsmaður á Norðfirði.Sigurjón Ólason Eitt þeirra hafi fallið á varnargarð. „Og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað,“ sagði Tómas snjóflótaeftirlitsmaður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá Norðfirði í gær: Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Fjallað var um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 en í morgun breytti Veðurstofan gulri viðvörun yfir í appelsínugula. Viðvörunin tók gildi klukkan nítján í kvöld. Hún nær í raun yfir alla Austfirði, milli Glettings og Þvottárskriða, og byggðir allt norður frá Seyðisfirði og suður fyrir Djúpavog. Snjóflóðahætta er talin á öllu svæðinu, mest þó á miðhluta Austfjarða. Björgunarsveitarmenn á spjalli við bæjarstjórann. Fyrir aftan má sjá lokunarpóst við götuna Starmýri og einnig skemmda bíla eftir snjóflóðið sem féll á mánudag.Sigurjón Ólason Annað kort frá Veðurstofunni sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag. Þar sést að þetta mikla úrkomubelti nær suður í Öræfasveit. Þetta byrjar sem snjókoma en breytist svo í slyddu og loks í rigningu eftir því sem hlýnar og þá verður hætta á krapaflóðum. Kortið sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag.Veðurstofa Íslands Á færðarkorti Vegagerðarinnar síðdegis yfir færðina á þjóðvegum Austurlands mátti sjá að helstu leiðir voru enn opnar. Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar lokaðist að vísu um tíma í morgun en búast má við að færðin spillist strax í kvöld því varað er við miklum samgöngutruflunum. Norðfjarðargöng voru lokuð í hálfan annan sólarhring í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu Norðfjarðarmegin í Fannardal. Sigurjón Ólason Þegar séð var að snjóflóðahætta myndi aukast með versnandi veðurspá sendu almannavarnir enn meiri liðsauka til Austurlands í dag sem bættist við þann hóp sem sendur var strax á mánudag. Lið frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði og Rauða krossinum flaug þá austur en einnig voru hundar með í för, þjálfaðir til leitar í snjóflóðum. Landhelgisgæslan sendi einnig þyrlu austur sem og varðskip. Björgunarsveitir á Norðurlandi lögðu einnig lið og sendu snjóbíla og mannskap. Biðsalur farþega á Egilsstaðaflugvelli var tekinn undir björgunarsveitarfólk og leitarhunda.Sigurjón Ólason Hjá lögreglunni á Austurlandi áætlaði Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, nú síðdegis að yfir tvöhundruð manns væru núna þar í viðbragðsstöðu. Þar af væru um fimmtíu manns af Austurlandi en yfir 150 manns úr öðrum landshlutum. Frá Norðfirði. Bíll björgunarsveitarinnar Gerpis.Sigurjón Ólason Það eru þó vettvangsstjórnir heimamanna, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og ekki síst á Norðfirði, sem bera hitann og þungann af þeim mikla viðbúnaði sem núna er haldið úti. Snjóflóðið sem féll á nokkur hús í Neskaupstað í fyrradag minnti menn þar óþyrmilega á snjóflóðin 1974 sem kostuðu tólf manns lífið. Bílarnir sem lágu þar á hvolfi, um tugur talsins, vitna um þann ógnarkraft sem fylgir snjóflóði og það sem olli mestum skaða á mánudag telst þó lítið. Við hús björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað.Sigurjón Ólason „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta,“ sagði Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður í Neskaupstað, þegar hann sýndi okkur ummerki snjóflóðsins sem féll í fyrradag. „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum.“ Tómas Zoëga er snjóflóðaeftirlitsmaður á Norðfirði.Sigurjón Ólason Eitt þeirra hafi fallið á varnargarð. „Og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað,“ sagði Tómas snjóflótaeftirlitsmaður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá Norðfirði í gær:
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14