Júlíus Viggó vill leiða Heimdall Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 21:24 Júlíus Viggó Ólafsson býður sig fram til formanns Heimdallar. Aðsend Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér í formannsæti Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Magnús Benediktsson er varaformannsefni framboðslistans en kosið verður í Valhöll á þriðjudaginn kemur. Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20