Bjarni Fritzson: Við vorum í basli Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. mars 2023 21:40 Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét ÍR tókst ekki að setja enn frekari pressu á lið KA í fallbaráttunni í Olís-deildinni í kvöld. ÍR-ingar töpuðu nefnilega með fimm marka mun gegn nýkrýndum bikarmeisturum Aftureldingar, 27-22. Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“ Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“
Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03