„Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. apríl 2023 22:40 Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur með tíu stiga tap gegn Keflavík Vísir/Snædís Bára Njarðvík tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tíu stiga tap 74-64 í Blue-höllinni. „Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
„Tapaðir boltar fóru með þennan leik. Við vorum með ellefu tapaða bolta í fyrri hálfleik en vorum samt í fínum málum. Á þessu sviði snýst leikurinn mikið um hvort liðið er betra í að halda skipulagi og við bognuðum í kvöld og við þurfum að skoða það. Við vorum við það að brotna þegar við vorum fimm stigum yfir og það er eitthvað sem við þurfum að breyta í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson eftir tap gegn Keflavík. Aliyah A'taeya Collier, leikmaður Njarðvíkur, spilaði afar vel en fór meidd af velli og Rúnar sagði að það hafi verið vendipunkturinn í leiknum. „Vendipunkturinn var þegar Aliyah [A'taeya Collier] meiddist þar sem við vorum tveimur stigum undir. Okkur tókst ekki að bregðast við boltapressunni og þær ýttu okkur úr því sem við vildum gera og okkur tókst ekki að halda aga.“ „Ég veit ekki hvernig meiðslin hennar líta út og það verður að koma í ljós. Við munum reyna að gera allt til að koma henni í lag.“ Njarðvík gaf aðeins átta stoðsendingar í leiknum og Rúnar hafði miklar áhyggjur af því. „Það er vandamál. Ég talaði um það í öllum leikhléum og síðustu þrjár vikurnar að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing. Að hreyfa bolta, vera á réttum stöðum og fylla réttu svæðin við fórum í gegnum það á æfingum en við framkvæmdum það ekki í kvöld. Það er auðvelt að gera hlutina í tómu íþróttahúsi. Þegar þú ert kominn í fullt hús og með leikmenn í hvítu sem eru að berja þig þá svöruðum við með röngum aðferðum þar sem við drippluðum allt of mikið.“ „Ég mun tala enn þá meira um það að við verðum að dreifa boltanum betur um völlinn til þess að fá opin skot og þannig ætlum við að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson svekktur með litla boltahreyfingu Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira