Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn

Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands.