Spennandi að fylgjast með þróun bóluefna gegn krabbameini Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. apríl 2023 15:46 Ólöf vill sjá meira fé varið í rannsóknir. Vísir/Vilhelm Íslenskur krabbameinslæknir segir fréttir um að bóluefni við krabbameini gætu litið dagsins ljós innan fárra ára vera spennandi. Sagan sýni þó að rannsóknir taki oftast lengri tíma en áætlað er. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma. Jafnvel innan næstu fimm ára. Hann segir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á landsspítalanum segir bóluefnin spennandi en slíkar rannsóknir taki tíma. „Það hefur verið mikill áhugi meðal krabbameinslækna að geta nýtt bóluefni betur og meira í meðferð við krabbameini. En það er svona á frumstigi, en mjög spennandi. “ Mikil framþróun sé í krabbameinslækningum. „Það er mikil framþróun í krabbameinslækningum. Ónæmisörvandi meðferð sem við höfum beitt gegn krabbameinum hefur breytt landslaginu. Margir lifa lengur og læknast af slíkum sjúkdómum. Þar er um þessa ónæmisörvandi meðferð að ræða. Þá reynum við að fá ónæmisfrumurnar til þess að ráðast á krabbameinsfrumurnar líka.“ Tíðni krabbbameina mun aukast. „Nýlega kom út spá um tíðni krabbameina almennt og á Íslandi mun tíðnin aukast mjög mikið. Það útskýrist af hækkandi aldri því þetta er sjúkdómur sem venjulega eldra fólk fær þó að fólk geti fengið krabbamein á öllum aldri.“ Er nógu miklu fé varið í rannsóknir? „Aldeilis ekki, það er eitthvað sem þarf að gera. Sérstaklega þarf að auka við hér heima en þessu er mikið sinnt erlendis. Ef það er eitthvað sem maður saknar hér heima er að það séu ekki byggðir upp innviðir.“ Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma. Jafnvel innan næstu fimm ára. Hann segir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Ólöf Kristjana Bjarnadóttir, krabbameinslæknir á landsspítalanum segir bóluefnin spennandi en slíkar rannsóknir taki tíma. „Það hefur verið mikill áhugi meðal krabbameinslækna að geta nýtt bóluefni betur og meira í meðferð við krabbameini. En það er svona á frumstigi, en mjög spennandi. “ Mikil framþróun sé í krabbameinslækningum. „Það er mikil framþróun í krabbameinslækningum. Ónæmisörvandi meðferð sem við höfum beitt gegn krabbameinum hefur breytt landslaginu. Margir lifa lengur og læknast af slíkum sjúkdómum. Þar er um þessa ónæmisörvandi meðferð að ræða. Þá reynum við að fá ónæmisfrumurnar til þess að ráðast á krabbameinsfrumurnar líka.“ Tíðni krabbbameina mun aukast. „Nýlega kom út spá um tíðni krabbameina almennt og á Íslandi mun tíðnin aukast mjög mikið. Það útskýrist af hækkandi aldri því þetta er sjúkdómur sem venjulega eldra fólk fær þó að fólk geti fengið krabbamein á öllum aldri.“ Er nógu miklu fé varið í rannsóknir? „Aldeilis ekki, það er eitthvað sem þarf að gera. Sérstaklega þarf að auka við hér heima en þessu er mikið sinnt erlendis. Ef það er eitthvað sem maður saknar hér heima er að það séu ekki byggðir upp innviðir.“
Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira