ÍA, Leiknir Reykjavík, Selfoss, Njarðvík, Ægir, Sindri, KH, Þróttur Vogum, KFG, Magni Grenivík, RB, Dalvík/Reynir og Uppsveitir verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitin eftir páskahelgina.
Arnór Smárason, Haukur Andri Haraldsson og Viktor Jónsson voru á skotskónum í 3-0 sigri Skagamanna gegn Víði. Daníel Finns Matthíasson og Omar Sowe sáu til þess að Leiknir Reykjavík fóru með sigur af hólmi gegn Árbæ.
Njarðvík vann nauman 3-2 sigur gegn Augnabliki. Andri Már Strange kom Augnabliki yfir í þeim leik en Rafael Alexandre Romao Victor með tvö mörk og Kenneth Hogg snéri taflinu Njarðvíkingum í vil. Eysteinn Þorri Björgvinsson klóraði svo í bakkann fyrir Augnablik með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins.
Selfoss burstaði KFK með átta mörkum gegn engu, Ægir vann 6-1 sigur á móti Smára, Þróttur Vogum vann KV, Sindri lagði Hött/Huginn að velli, KH bar sigurorð af KFR, RB bar sigur úr býtum gegn Hvíta Riddaranum, Dalvík/Reynir fór með sigur af hólmi á móti Tindastóli, KFG sigraði ÍH og Uppsveitir höfðu betur gegn KÁ.