Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 15:05 Ferencz árið 2010. Armin Weigel/AP Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019. Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019.
Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira