Jónatan: Viltu að ég ljúgi? Kári Mímisson skrifar 10. apríl 2023 18:55 Jónatan Magnússon stýrði KA í síðasta sinn í dag en hann mun þjálfa sænska liðið Skövde á næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mikill léttir og ég er stoltur af strákunum í dag. Það að fara í þennan leik var mjög erfitt svona undirbúningslega séð. Þetta er leikur þar sem það er mikið undir og tap hefði getað þýtt að við höfðum geta fallið svo klárlega léttir að enda þetta á sigri.“ Sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, eftir eins marks sigur hans manna á Seltjarnarnesi fyrr í dag. Tap í dag hefði þýtt að örlög KA væru komin í hendur ÍR sem keppti á sama tíma við Fram. KA þurfti stig úr leiknum í dag til að tryggja sæti sitt í deildinni. „Við vissum það að við þurftum að gera okkar og fórum inn í þennan leik með því hugarfari að við ætluðum að klára þetta á okkar forsendum, fókuseruðum að því og það tókst. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur og því gott að enda þetta svona, í mínum síðasta leik með liðinu að halda okkur í efstu deild.“ KA stýrði leiknum að mestu í dag en Grótta var þó aldrei langt undan. Á lokamínútu leiksins tapar KA boltanum á afar klaufalegan hátt og Daníel Örn Griffin jafnaði fyrir heimamenn. Hversu mikið fór um þig á þeim tímapunkti. „Viltu að ég ljúgi að þér? Auðvitað fór um mann. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá þessum leik fyrr. Við höfum verið sjálfum okkur verstir en snérum því við í dag. Við lögðum mikið í þennan leik og reyndar líka síðustu tvo sem við höfum verið að spila sem skilar okkur þeirri niðurstöðu að við erum áfram í deildinni sem við viljum vera í. Það var það sem við ætluðum okkur í dag og gott að ná því markmiði.“ Þetta tímabil hefur verið erfitt hjá KA og þá sérstaklega seinni parturinn. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir þennan leik. Hvernig lýsir þjálfarinn þessu tímabili hjá KA. „Þegar við horfum til baka þá er þetta tímabil búið að lærdómsríkt. Við fórum af stað með marga unga stráka sem hafa fengið mjög dýrmætar mínútur. Það er mikill efniviður hjá okkur, eins og hefur verið talað um. Svo hefur þetta verið mikil brekka líka og þegar gengur illa þá er nú fyrsta klisjan að benda á meiðsli en ég ætla nú ekki að einblína á það.“ „Þetta tímabil er bara búið að vera þungt og erfitt en á móti kemur þá gerir klúbburinn vel í að nýta það sem hefur gengið á í vetur. Það er ofboðslega mikil ástríða fyrir handbolta fyrir norðan og það sýndi sig í síðasta heimaleik hjá okkur að sjá allt fólkið sem mætti. Allavega endaði þetta þannig að við erum hér áfram í efstu deild og ég er mjög ánægður með það þar sem það býr mikið í þessum klúbb sem KA er.“ Þetta var síðasti leikur Jónatans með KA en hann heldur nú til Svíþjóðar til að taka við IFK Skövde. IFK Skövde á leik á morgun gegn Íslandsvinunum í Ystads IF sem Valur lék við í Evrópukeppninni. Verður Jónatan eitthvað með puttana í leiknum á morgun hjá Skövde eða fylgist hann bara með sem áhorfandi? „Nei, ég er ekkert að skipta mér af honum. Ég fer að hugsa um Svíþjóð 1. Júlí þegar samningurinn minn tekur gildi en í dag snerist þetta allt um að loka þessu tímabili og að vinna hér á erfiðum útivelli með einu marki, það er alveg hægt að hugsa sér verri endi en það.“ Olís-deild karla KA Grótta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Tap í dag hefði þýtt að örlög KA væru komin í hendur ÍR sem keppti á sama tíma við Fram. KA þurfti stig úr leiknum í dag til að tryggja sæti sitt í deildinni. „Við vissum það að við þurftum að gera okkar og fórum inn í þennan leik með því hugarfari að við ætluðum að klára þetta á okkar forsendum, fókuseruðum að því og það tókst. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur og því gott að enda þetta svona, í mínum síðasta leik með liðinu að halda okkur í efstu deild.“ KA stýrði leiknum að mestu í dag en Grótta var þó aldrei langt undan. Á lokamínútu leiksins tapar KA boltanum á afar klaufalegan hátt og Daníel Örn Griffin jafnaði fyrir heimamenn. Hversu mikið fór um þig á þeim tímapunkti. „Viltu að ég ljúgi að þér? Auðvitað fór um mann. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá þessum leik fyrr. Við höfum verið sjálfum okkur verstir en snérum því við í dag. Við lögðum mikið í þennan leik og reyndar líka síðustu tvo sem við höfum verið að spila sem skilar okkur þeirri niðurstöðu að við erum áfram í deildinni sem við viljum vera í. Það var það sem við ætluðum okkur í dag og gott að ná því markmiði.“ Þetta tímabil hefur verið erfitt hjá KA og þá sérstaklega seinni parturinn. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir þennan leik. Hvernig lýsir þjálfarinn þessu tímabili hjá KA. „Þegar við horfum til baka þá er þetta tímabil búið að lærdómsríkt. Við fórum af stað með marga unga stráka sem hafa fengið mjög dýrmætar mínútur. Það er mikill efniviður hjá okkur, eins og hefur verið talað um. Svo hefur þetta verið mikil brekka líka og þegar gengur illa þá er nú fyrsta klisjan að benda á meiðsli en ég ætla nú ekki að einblína á það.“ „Þetta tímabil er bara búið að vera þungt og erfitt en á móti kemur þá gerir klúbburinn vel í að nýta það sem hefur gengið á í vetur. Það er ofboðslega mikil ástríða fyrir handbolta fyrir norðan og það sýndi sig í síðasta heimaleik hjá okkur að sjá allt fólkið sem mætti. Allavega endaði þetta þannig að við erum hér áfram í efstu deild og ég er mjög ánægður með það þar sem það býr mikið í þessum klúbb sem KA er.“ Þetta var síðasti leikur Jónatans með KA en hann heldur nú til Svíþjóðar til að taka við IFK Skövde. IFK Skövde á leik á morgun gegn Íslandsvinunum í Ystads IF sem Valur lék við í Evrópukeppninni. Verður Jónatan eitthvað með puttana í leiknum á morgun hjá Skövde eða fylgist hann bara með sem áhorfandi? „Nei, ég er ekkert að skipta mér af honum. Ég fer að hugsa um Svíþjóð 1. Júlí þegar samningurinn minn tekur gildi en í dag snerist þetta allt um að loka þessu tímabili og að vinna hér á erfiðum útivelli með einu marki, það er alveg hægt að hugsa sér verri endi en það.“
Olís-deild karla KA Grótta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira