ÍR greinir frá því á Facebook-síðu inni að Viktor hafi ákveðið að róa á önnur mið. Handbolti.is greinir svo frá því að næsti áfangastaður hans sé Hlíðarendi.
Viktor hefur verið allt í öllu hjá ÍR undanfarin ár og var þeirra besti maður í vetur þegar hann skoraði 127 mörk í 22 leikjum. Gerði það hann að fjórða markahæsti leikmanni Olís-deildarinnar.
Valur stóð uppi sem deildarmeistari að lokinni deildarkeppni og hefur leik í úrslitakeppni Olís deildarinnar á næstu dögum. ÍR endaði hins vegar í 11. sæti og féll þar með niður um deild.