Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2023 22:07 „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira