Nef Zlatan til sölu fyrir tæpar 15 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 10:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með AC Milan. Vísir/Getty Nefið af styttunni sem gerð var af Zlatan Ibrahimovic virðist vera til sölu en hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum það til kaups á síðustu dögum. Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira