„Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:41 Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours. Gömul kræklingaræktunarlína fór í skrúfuna á Rib-bátnum Dögun á fimmtudaginn er honum var siglt í hvalaskoðun í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Arctic Sea Tours. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta í annað sinn sem þetta gerist og fjölmargir sjómenn hafi fengið kræklingalínur úr rækt sem varð gjaldþrota í skrúfuna og nauðsynlegt sé að hreinsa línurnar. Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“ Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“
Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira