Brim tilkynnti kaupin í október síðastliðnum. Þá hafði útgerðin gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfunum í gegnum nýstofnað danskt eignarhaldsfélag af Bent Norman og Louise Schov Petersen og Helge Nielsen. Nielsen hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins en mun láta af störfum eftir kaupin.
Kaupverðið var 245 milljónir danskra króna, eða um fjórir og hálfur milljarður íslenskra. Þá skráði Brim sig fyrir nýjum hlutum í félaginu að fjárhæð 380 milljónum danskra króna, eða sjö og hálfum milljarði íslenskra.
Polar Seafood er fiskvinnsla, sölufyrirtæki og útflytjandi sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi, einkum frá Grænlandsmiðum. Meðal annars lúðu, lax, skelfisk og rækju og er fyrirtækið mjög umsvifamikið á kaldsjávarrækju á heimsmarkaði. Félagið var stofnað árið 1984 og þar starfa í dag um 500 manns.