Bíður sárkvalinn eftir því að komast að Máni Snær Þorláksson skrifar 20. apríl 2023 07:07 Elísabet gagnrýnir að sambýlismaður sinn þurfi að bíða svo lengi eftir aðstoð. Vísir/Aðsend/Vilhelm Sambýliskona manns sem er sárkvalinn vegna verkja í bakinu gagnrýnir harðlega að hann þurfi að bíða fram á sumar eftir því að komast inn hjá verkjateymi Landspítalans. Hún furðar sig á því hvers vegna heilbrigðiskerfið sé ekki betra en þetta hjá fámennri þjóð eins og Íslandi. Elísabet Sveinsdóttir segir sambýlismann sinn, Erlend Ástgeirsson eða Ella eins og hann er gjarnan kallaður, hafa byrjað að finna fyrir verkjum vinstra megin í bakinu í síðastliðnum október. Hann sé með sögu um brjósklos hægra megin í bakinu en aldrei vinstra megin. „Verkirnir ágerðust og var hann sendur í segulómun í nóvember 2022,“ segir Elísabet í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segir niðurstöðurnar úr myndatökunni ekki hafa verið tilefni til fagnaðarláta. Þær hafi þó gefið til kynna að eitthvað var í gangi. Síðan þá hefur ástandið farið versnandi. „Hann getur ekki unnið fullan vinnudag, er mjög kvalinn alla daga allan daginn og fær engin svör.“ „Eins og við séum einhverjir þrír milljarðar af fólki hérna“ Elísabet segir að í mars síðastliðnum hafi þau farið á fund heila- og taugaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann hafi skoðað Ella og tjáð þeim að taka þyrfti nýjar myndir. Sú myndataka fór fram á mánudaginn og síðar sama dag heyrði Elli í lækninum. „Svörin voru á þá leið að lítið sé hægt að gera miðað við það sem sést á myndunum, þessi tiltekni læknir myndi ekki gera neitt miðað við það sem hann sá á þessum myndum. Kannski væri hægt að sprauta beint inn í meinið en þá þarf að bíða eftir að komast hjá verkjateymi Landspítalans og það tekur sex mánuði að komast þar að og er Elli búin að bíða nú þegar í rúma þrjá mánuði.“ Í samtali við fréttastofu gagnrýnir Elísabet að Elli þurfi að bíða svona lengi eftir því að komast að: „Það er bara þetta með þessi kerfi, heilbrigðiskerfið, félagslega kerfið, skólana og allt þetta - það er eins og við séum einhverjir þrír milljarðar af fólki hérna en ekki bara tæplega fjögur hundruð þúsund hræður hérna norður í Atlantshafi.“ Tekjutap vegna verkjanna Elísabet segir að þrátt fyrir þessa miklu verki reyni Elli samt að vinna eins og hann getur. „Hann er farinn í vinnuna núna. Við erum öll einhvern veginn að reyna að gera okkar besta, sársaukaþröskuldurinn hans er einhvers staðar allt annars staðar en hjá venjulegu fólki,“ segir hún. Ljóst sé að verkirnir valdi miklu tekjutapi: „Hann vinnur sem málari og er alltaf með svona kúnnahóp til hliðar þar sem hann tekur aukaverk sem hann vinnur í sínum frítíma. Nú hefur hann ekkert getað tekið það. Það er gífurlegur tekjumissir, auk þess að hann nær ekki að klára heilan vinnudag. Mánaðarlaunin eru því ekki að tikka alveg inn og hann nær engri yfirvinnu.“ Daglegur lyfjaskammtur sem myndi rota fíl Í færslunni segir Elísabet að Elli sé á sterkum verkjalyfjum til að komast í gegnum daginn. Hún veltir því fyrir sér hversu lengi hann getur haldið svona áfram, sérstaklega í ljósi þess að hann þarf líklega að bíða fram á sumar til að komast inn hjá verkjateyminu. „Daglegur lyfjaskammtur hjá Ella af verkjalyfjum er skammtur sem myndi rota fíl og eru þetta ekki verkjatöflur sem þú færð hjá lækni bara sí svona. Ég hef til dæmis mest fengið parkódín forte hjá lækni og ef Elli ætti að taka það gæti hann alveg eins tekið C-vítamín, lyfjaþolið er orðið mjög hátt og verkjaþröskuldurinn líka. En nú er komið að því að Elli fer að henda inn hvíta handklæðinu og hreinlega gefast upp og hvað á hann að gera annað í stöðunni þegar sérfræðingurinn vill lítið sem ekkert gera og hlustar á sárkvalinn manninn gráta í símann!“ Hægt er að lesa færslu Elísabetar í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn varðandi verkjateymið og biðlistann á Landspítalann. Greint verður frá svörum við fyrirspurninni þegar þau berast. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Elísabet Sveinsdóttir segir sambýlismann sinn, Erlend Ástgeirsson eða Ella eins og hann er gjarnan kallaður, hafa byrjað að finna fyrir verkjum vinstra megin í bakinu í síðastliðnum október. Hann sé með sögu um brjósklos hægra megin í bakinu en aldrei vinstra megin. „Verkirnir ágerðust og var hann sendur í segulómun í nóvember 2022,“ segir Elísabet í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Hún segir niðurstöðurnar úr myndatökunni ekki hafa verið tilefni til fagnaðarláta. Þær hafi þó gefið til kynna að eitthvað var í gangi. Síðan þá hefur ástandið farið versnandi. „Hann getur ekki unnið fullan vinnudag, er mjög kvalinn alla daga allan daginn og fær engin svör.“ „Eins og við séum einhverjir þrír milljarðar af fólki hérna“ Elísabet segir að í mars síðastliðnum hafi þau farið á fund heila- og taugaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann hafi skoðað Ella og tjáð þeim að taka þyrfti nýjar myndir. Sú myndataka fór fram á mánudaginn og síðar sama dag heyrði Elli í lækninum. „Svörin voru á þá leið að lítið sé hægt að gera miðað við það sem sést á myndunum, þessi tiltekni læknir myndi ekki gera neitt miðað við það sem hann sá á þessum myndum. Kannski væri hægt að sprauta beint inn í meinið en þá þarf að bíða eftir að komast hjá verkjateymi Landspítalans og það tekur sex mánuði að komast þar að og er Elli búin að bíða nú þegar í rúma þrjá mánuði.“ Í samtali við fréttastofu gagnrýnir Elísabet að Elli þurfi að bíða svona lengi eftir því að komast að: „Það er bara þetta með þessi kerfi, heilbrigðiskerfið, félagslega kerfið, skólana og allt þetta - það er eins og við séum einhverjir þrír milljarðar af fólki hérna en ekki bara tæplega fjögur hundruð þúsund hræður hérna norður í Atlantshafi.“ Tekjutap vegna verkjanna Elísabet segir að þrátt fyrir þessa miklu verki reyni Elli samt að vinna eins og hann getur. „Hann er farinn í vinnuna núna. Við erum öll einhvern veginn að reyna að gera okkar besta, sársaukaþröskuldurinn hans er einhvers staðar allt annars staðar en hjá venjulegu fólki,“ segir hún. Ljóst sé að verkirnir valdi miklu tekjutapi: „Hann vinnur sem málari og er alltaf með svona kúnnahóp til hliðar þar sem hann tekur aukaverk sem hann vinnur í sínum frítíma. Nú hefur hann ekkert getað tekið það. Það er gífurlegur tekjumissir, auk þess að hann nær ekki að klára heilan vinnudag. Mánaðarlaunin eru því ekki að tikka alveg inn og hann nær engri yfirvinnu.“ Daglegur lyfjaskammtur sem myndi rota fíl Í færslunni segir Elísabet að Elli sé á sterkum verkjalyfjum til að komast í gegnum daginn. Hún veltir því fyrir sér hversu lengi hann getur haldið svona áfram, sérstaklega í ljósi þess að hann þarf líklega að bíða fram á sumar til að komast inn hjá verkjateyminu. „Daglegur lyfjaskammtur hjá Ella af verkjalyfjum er skammtur sem myndi rota fíl og eru þetta ekki verkjatöflur sem þú færð hjá lækni bara sí svona. Ég hef til dæmis mest fengið parkódín forte hjá lækni og ef Elli ætti að taka það gæti hann alveg eins tekið C-vítamín, lyfjaþolið er orðið mjög hátt og verkjaþröskuldurinn líka. En nú er komið að því að Elli fer að henda inn hvíta handklæðinu og hreinlega gefast upp og hvað á hann að gera annað í stöðunni þegar sérfræðingurinn vill lítið sem ekkert gera og hlustar á sárkvalinn manninn gráta í símann!“ Hægt er að lesa færslu Elísabetar í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn varðandi verkjateymið og biðlistann á Landspítalann. Greint verður frá svörum við fyrirspurninni þegar þau berast.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira