Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 07:38 Reykur rís yfir Khartoum í Súdan þar sem hörð átök geisa á milli stjórnarhersins sem er hliðhollur yfirmanni hersins og vopnaðrar sveitar sem seilist eftir völdum. AP/Maheen S Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni. Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað. Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés. Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag. Súdan Bandaríkin Djíbútí Eþíópía Joe Biden Tengdar fréttir Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni. Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað. Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés. Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag.
Súdan Bandaríkin Djíbútí Eþíópía Joe Biden Tengdar fréttir Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33