Hollendingi bannað að gefa meira sæði Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2023 13:44 Hollensk lög kveða á um að heimilt sé að gefa sæði sem leiða að hámarki til 25 barna, deilt á tólf mæður. Getty Dómstóll í Haag í Hollandi hefur bannað 41 árs karlmanni að gefa meira sæði. Sæðisgjafir mannsins hafa leitt til fæðinga að minnsta kosti 550 barna í nokkrum löndum og hefur dómstóllinn nú sagt stopp. VG segir frá því að maðurinn hafi jafnframt veitt verðandi foreldrum villandi upplýsingar um fjölda fyrri sæðisgjafa. Hollensk lög kveða á um að heimilt sé að gefa sæði sem leiða að hámarki til 25 barna, deilt á tólf mæður. Fram kemur að maðurinn hafi gefið sæði á fjölda frjósemisstofa í Hollandi, einni í Danmörku og sömuleiðis til fjölda kvenna sem hann hafði verið í samskiptum við á spjallborðum á netinu. Foreldrar barns, sem þáðu sæði frá manninum, ásamt stofnun sem kemur fram fyrir hönd annarra foreldra, höfðaði einkamál gegn manninum. „Allir þessir foreldrar þurfa nú að lifa við að barn þeirra sé hluti af mjög stóru neti nokkur hundruða hálfsystkina. Það er nokkuð sem þau völdu ekki sjálf,“ segir í dómsorðum. Það þjóni því hagsmunum barna sæðisgjafans að þetta net stækki ekki enn frekar. Verjandi mannsins sagði hann einungis hafa haft það að leiðarljósi að aðstoða fólk sem ætti í vandræðum með að eignast börn, að eignast börn. Dómari í málinu úrskurðaði að manninum væri skylt að hætta því þegar í stað að gefa sæði. Þá verði honum framvegis gert að greiða 100 þúsund evra í hvert skipti sem hann brýtur af sér með þessum hætti. Holland Frjósemi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
VG segir frá því að maðurinn hafi jafnframt veitt verðandi foreldrum villandi upplýsingar um fjölda fyrri sæðisgjafa. Hollensk lög kveða á um að heimilt sé að gefa sæði sem leiða að hámarki til 25 barna, deilt á tólf mæður. Fram kemur að maðurinn hafi gefið sæði á fjölda frjósemisstofa í Hollandi, einni í Danmörku og sömuleiðis til fjölda kvenna sem hann hafði verið í samskiptum við á spjallborðum á netinu. Foreldrar barns, sem þáðu sæði frá manninum, ásamt stofnun sem kemur fram fyrir hönd annarra foreldra, höfðaði einkamál gegn manninum. „Allir þessir foreldrar þurfa nú að lifa við að barn þeirra sé hluti af mjög stóru neti nokkur hundruða hálfsystkina. Það er nokkuð sem þau völdu ekki sjálf,“ segir í dómsorðum. Það þjóni því hagsmunum barna sæðisgjafans að þetta net stækki ekki enn frekar. Verjandi mannsins sagði hann einungis hafa haft það að leiðarljósi að aðstoða fólk sem ætti í vandræðum með að eignast börn, að eignast börn. Dómari í málinu úrskurðaði að manninum væri skylt að hætta því þegar í stað að gefa sæði. Þá verði honum framvegis gert að greiða 100 þúsund evra í hvert skipti sem hann brýtur af sér með þessum hætti.
Holland Frjósemi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira