12 ára hælisleitandi aflaði 60 milljóna króna fyrir bágstödd börn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. apríl 2023 15:30 Sænsk börn selja Maíblómið fyrir að meðaltali 15.000 íslenskar krónur og fá því um 1.500 krónur í sölulaun. Murhaf hefur selt blóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna og sér því fram á að fá andvirði 6 milljóna í eigin vasa. Johann Nilsson / Getty Images 12 ára hælisleitandi frá Eþíópíu hefur aflað bágstöddum börnum í Svíþjóð meira en 50 milljóna íslenskra króna með merkjasölu. Hann varð fyrir árásum fullorðinna kynþáttahatara þegar hann byrjaði að selja merkin, en hefur nú selt fleiri merki en nokkur annar í sögunni. Murhaf Hamid er 12 ára drengur frá Eþíópíu. Hann og fjölskylda hans eru hælisleitendur í Svíþjóð og bíða þess að örlög þeirra verði ákveðin. Mætti fordómum og hatri Murhaf ákvað í síðustu viku að taka þátt í sölu á Maíblóminu, þá selja börn í Svþjóð barmmerki og allur ágóðinn rennur til þess að hjálpa bágstöddum börnum í Svíþjóð. Það byrjaði ekki vel, fullorðnir hreyttu í hann ókvæðisorðum á götum úti og sögðu að hann ætti ekkert með að vera að selja Maíblómin, hann væri litaður útlendingur. Ein vinkona fjölskyldunnar sá hvað Murhaf varð niðurdreginn af þessum viðtökum og setti færslu á samfélagsmiðlana um grimmd hinna fullorðnu. Þá tók nú ekki betra við, til að byrja með. Fullorðið fólk hreytti viðbjóðslegum ummælum í drenginn, kallaði hann öllum illum nöfnum, þar á meðal var fólk í trúnaðarstöðum í flokki Svíþjóðardemókrata, sem hafa löngum verið kallaðir þjóðernissinnar og kynþáttahatarar. Formaður flokksins, Jimmie Åkesson, hefur fordæmt ummælin og segist aldrei hafa orðið vitni að annarri eins framkomu gegn barni. Gæfan snerist Murhaf í hag En allt í einu fóru hjólin að snúast og það hratt, nú viku síðar hefur Murhaf selt Maíblóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna, meira en nokkurt barn hefur nokkru sinni gert í 116 ára sögu Maíblómanna. Og hann er á allra vörum og í fréttum allra fjölmiðla í Svíþjóð. Hann fær sjálfur 10 prósent í sölulaun, en þegar hann byrjaði þá dreymdi hann um að geta keypt sér pizzu fyrir sölulaunin. Hann getur gert gott betur núna, og bágstödd börn í Svíþjóð fá rúmar 50 milljónir í sinn hlut af blómasölu Murhafs. Hefur veitt honum aukið sjálfstraust Murhaf segist óska þess að hann gæti keypt sér og fjölskyldu sinni landvistarleyfi fyrir sölulaunin, en að það sé víst ekki hægt. Hann segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að þetta hafi veitt honum aukið sjálfstraust sem vonandi gagnist honum til að standa sig vel í lífinu. Hér er hægt að sjá viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Murhaf. Svíþjóð Hælisleitendur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Murhaf Hamid er 12 ára drengur frá Eþíópíu. Hann og fjölskylda hans eru hælisleitendur í Svíþjóð og bíða þess að örlög þeirra verði ákveðin. Mætti fordómum og hatri Murhaf ákvað í síðustu viku að taka þátt í sölu á Maíblóminu, þá selja börn í Svþjóð barmmerki og allur ágóðinn rennur til þess að hjálpa bágstöddum börnum í Svíþjóð. Það byrjaði ekki vel, fullorðnir hreyttu í hann ókvæðisorðum á götum úti og sögðu að hann ætti ekkert með að vera að selja Maíblómin, hann væri litaður útlendingur. Ein vinkona fjölskyldunnar sá hvað Murhaf varð niðurdreginn af þessum viðtökum og setti færslu á samfélagsmiðlana um grimmd hinna fullorðnu. Þá tók nú ekki betra við, til að byrja með. Fullorðið fólk hreytti viðbjóðslegum ummælum í drenginn, kallaði hann öllum illum nöfnum, þar á meðal var fólk í trúnaðarstöðum í flokki Svíþjóðardemókrata, sem hafa löngum verið kallaðir þjóðernissinnar og kynþáttahatarar. Formaður flokksins, Jimmie Åkesson, hefur fordæmt ummælin og segist aldrei hafa orðið vitni að annarri eins framkomu gegn barni. Gæfan snerist Murhaf í hag En allt í einu fóru hjólin að snúast og það hratt, nú viku síðar hefur Murhaf selt Maíblóm fyrir andvirði 60 milljóna íslenskra króna, meira en nokkurt barn hefur nokkru sinni gert í 116 ára sögu Maíblómanna. Og hann er á allra vörum og í fréttum allra fjölmiðla í Svíþjóð. Hann fær sjálfur 10 prósent í sölulaun, en þegar hann byrjaði þá dreymdi hann um að geta keypt sér pizzu fyrir sölulaunin. Hann getur gert gott betur núna, og bágstödd börn í Svíþjóð fá rúmar 50 milljónir í sinn hlut af blómasölu Murhafs. Hefur veitt honum aukið sjálfstraust Murhaf segist óska þess að hann gæti keypt sér og fjölskyldu sinni landvistarleyfi fyrir sölulaunin, en að það sé víst ekki hægt. Hann segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að þetta hafi veitt honum aukið sjálfstraust sem vonandi gagnist honum til að standa sig vel í lífinu. Hér er hægt að sjá viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Murhaf.
Svíþjóð Hælisleitendur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira