Hugmynd um flýtimeðferð ekki unnin í samráði við SÁÁ Margrét Björk Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 29. apríl 2023 17:49 Valgerður Rúnarsdóttir er forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga. Stöð 2/Arnar Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær. Gert er ráð fyrir því að flýtimóttakan verði samstarfsverkefni milli SÁÁ, Landspítalans og heilsugæslunnar en ekkert er gefið upp um hvenær stendur til að opna, hvar þetta verður eða hver eigi að sjá um þetta. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og hún tekur vel í hugmyndina. „Það er verk að vinna þarna og við erum tilbúin í samstarf. Við höfum haft hugmynd um eitthvað svona verkefni í huganum og rætt það áður þannig að það er mjög mikið hægt að gera,“ segir hún. Valgerður segir þó að hugmyndin og tilkynning um hana hafi ekki verið unnin í samráði við SÁÁ og Vog. Hún sé þó mjög ánægð með hana og voni að nefndin samþykki hana í komandi viku. Hvar sérð þú fyrir þer að svona starfsemi gæti farið fram? „Við höfum hugsað um hvernig við gætum komið að svona viðbragðsþjónustu, sem þarf að vera, og það er í samvinnu, eins og til dæmis við bráðamóttöku Landspítalans, geðdeild Landspítalans, heilsugæslustöðvar og eitthvað sem við gætum sinnt á göngudeildinni á Vogi. Metið fólk með tilliti til hvað þarf að gerast brátt. Það er oft þörf á því. Vonandi getum við útfært þetta en ég er mest ánægð að sjá tillögu um að ríkið ætli í raun og veru að borga fyrir lyfjameðferðina sem við höfum veitt fram að þessu, og að miklu leyti á kostnað SÁÁ. Þessar tillögur benda til þess að þeir ætli að greiða fyrir meðferðina sem er veitt nú þegar. Þessar áttatíu milljónir, gatið sem er nú þegar. Það er mjög ánægjulegt, ég vona að þetta fái fylgi hjá ríkisstjórninni.“ Er þetta nóg? „Það eru ýmiss önnur verkefni inni í þessu heyrist mér og þetta er örugglega ekki nóg en þetta er rosalega góð byrjun og gott framlag frá ráðherra,“ segir Valgerður að lokum. Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum. 29. apríl 2023 07:00 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að flýtimóttakan verði samstarfsverkefni milli SÁÁ, Landspítalans og heilsugæslunnar en ekkert er gefið upp um hvenær stendur til að opna, hvar þetta verður eða hver eigi að sjá um þetta. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og hún tekur vel í hugmyndina. „Það er verk að vinna þarna og við erum tilbúin í samstarf. Við höfum haft hugmynd um eitthvað svona verkefni í huganum og rætt það áður þannig að það er mjög mikið hægt að gera,“ segir hún. Valgerður segir þó að hugmyndin og tilkynning um hana hafi ekki verið unnin í samráði við SÁÁ og Vog. Hún sé þó mjög ánægð með hana og voni að nefndin samþykki hana í komandi viku. Hvar sérð þú fyrir þer að svona starfsemi gæti farið fram? „Við höfum hugsað um hvernig við gætum komið að svona viðbragðsþjónustu, sem þarf að vera, og það er í samvinnu, eins og til dæmis við bráðamóttöku Landspítalans, geðdeild Landspítalans, heilsugæslustöðvar og eitthvað sem við gætum sinnt á göngudeildinni á Vogi. Metið fólk með tilliti til hvað þarf að gerast brátt. Það er oft þörf á því. Vonandi getum við útfært þetta en ég er mest ánægð að sjá tillögu um að ríkið ætli í raun og veru að borga fyrir lyfjameðferðina sem við höfum veitt fram að þessu, og að miklu leyti á kostnað SÁÁ. Þessar tillögur benda til þess að þeir ætli að greiða fyrir meðferðina sem er veitt nú þegar. Þessar áttatíu milljónir, gatið sem er nú þegar. Það er mjög ánægjulegt, ég vona að þetta fái fylgi hjá ríkisstjórninni.“ Er þetta nóg? „Það eru ýmiss önnur verkefni inni í þessu heyrist mér og þetta er örugglega ekki nóg en þetta er rosalega góð byrjun og gott framlag frá ráðherra,“ segir Valgerður að lokum.
Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum. 29. apríl 2023 07:00 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26
Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum. 29. apríl 2023 07:00
„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18