Hér má sjá viðtalið við Berglindi:
Verk Berglindar einkennast gjarnan af litagleði og tengir hún kvenlíkamann og náttúruna á ýmsa vegu í gegnum list sína.
„Ég vann risa gervörtu verkefni fyrir nokkrum árum. Ég myndaði 74 gervörtur af öllum stærðum og gerðum og litum. Þannig að ég á svo mikið af þannig myndum. Þær eru svo oft mjög fallegar á litinn og virðast vera landslag. Margar myndir sem eru i grunnin geirvörtur heldur fólk að séu af landslagi.“
Upplifði tabú-ið á eigin skinni
Aðspurð hver kveikjan að geirvörtu verkefninu hafði verið svarar Berglind:
„Það byrjaði þegar ég var í náminu. Ég var í auglýsingaáfanga og við áttum að velja okkur hlut sem við áttum að gera tæknilegar og vel gerðar myndir af.
Hluturinn sem ég valdi var kvenkyns geirvartan. Ég var alveg send til skólastjórans og þurfti svolítið svona að útskýra mál mitt,“ segir Berglind kímin og bætir við að hún hafi sagt: „Bara þetta er sá partur kvenkyns líkamans sem er mest hlutgerður og þarna átti ég þrjú börn, var búin að vera svolítið heima með þau og að gefa brjóst í sex ár.
Ég var búin að upplifa þetta svolítið mikið, hvað þetta var mikið tabú. Mig langaði bara að leyfa geirvörtunni að fá að njóta sín.“

Risastór og fjölbreytt verk
Hún segir ferlið hafa verið mjög áhugavert.
„Þá lærði ég það að konur geta verið óöruggar með hvað sem er á líkamanum sínum. En konum fannst líka gaman að sjá þetta. Þetta er svolítið eins og fingraför, það eru engar tvær geirvörtur eins.“
Berglind hélt síðan stóra sýningu í Osló þar sem allar myndirnar voru framkallaðar risastórar. Þannig gátu áhorfendur séð verkin í allri sinni dýrð.
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti af KÚNST. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í þessum þætti af Kúnst. Hún hefur hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólítískum verkum sínum.
Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni.
Í gegnum tíðina hefur Saga Sigurðardóttir verið þekkt fyrir tískuljósmyndir sínar en undanfarin ár hefur hún einnig vakið athygli fyrir abstrakt málverk sín. Við kíktum á Sögu á vinnustofu hennar.