Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 14:04 Tveir nemendur liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi og fimm til viðbótar verið lagðir inn með skotsár, þar af einn kennari. AP Photo/Darko Vojinovic Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. Frá þessu hefur lögreglan í Belgrad greint. Drengurinn skaut kennara sinn, samnemendur og öryggiverði í Vladislav Ribnikar grunnskólanum í morgun. Af þeim létust níu, átta nemendur og öryggisvörður. Kennari og sex börn voru flutt á sjúkrahús. Drengurinn var handtekinn á vettvangi. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglunni hafði drengurinn teiknað yfirborðsmynd af skólanum, hvar mætti finna inn- og útganga og hvert hann ætlaði að halda fyrst. Teikningin fannst í skrifborði drengsins. Þá er grunur um að hann hafi verið búinn að útbúa fjóra Molotov-kokteila. Menntamálaráðherra landsins hefur sagt að drengurinn hafi verið lagður í einelti af jafnöldrum sínum. Af börnunum sem létust voru sjö stúlkur og einn drengur. Sá yngsti var fæddur árið 2009. Fjórir drengir og tvær stúlkur særðust þá í árásinni. Ein stúlknanna er í lífshættu en hún hlaut alvarlegan höfuðáverka samkvæmt upplýsingum BBC. Þá liggur einn drengjanna þungt haldinn. Hann var skotinn í hálsinn og brjóstið og hlaut hann mænuáverka. Þá var hinn drengurinn skotinn í fótinn og ein stúlknanna skotin í magann og báða handleggi. Kennarinn var skotinn í magann og báða handleggi. Hald hefur verið lagt á tvær skammbyssur sem drengurinn beitti í árásinni og talið að hann hafi tekið skotvopnin af heimili föður síns. Faðirinn hefur einnig verið handtekinn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Serbíu, frá 5. til 7. maí. Serbía Tengdar fréttir Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
Frá þessu hefur lögreglan í Belgrad greint. Drengurinn skaut kennara sinn, samnemendur og öryggiverði í Vladislav Ribnikar grunnskólanum í morgun. Af þeim létust níu, átta nemendur og öryggisvörður. Kennari og sex börn voru flutt á sjúkrahús. Drengurinn var handtekinn á vettvangi. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglunni hafði drengurinn teiknað yfirborðsmynd af skólanum, hvar mætti finna inn- og útganga og hvert hann ætlaði að halda fyrst. Teikningin fannst í skrifborði drengsins. Þá er grunur um að hann hafi verið búinn að útbúa fjóra Molotov-kokteila. Menntamálaráðherra landsins hefur sagt að drengurinn hafi verið lagður í einelti af jafnöldrum sínum. Af börnunum sem létust voru sjö stúlkur og einn drengur. Sá yngsti var fæddur árið 2009. Fjórir drengir og tvær stúlkur særðust þá í árásinni. Ein stúlknanna er í lífshættu en hún hlaut alvarlegan höfuðáverka samkvæmt upplýsingum BBC. Þá liggur einn drengjanna þungt haldinn. Hann var skotinn í hálsinn og brjóstið og hlaut hann mænuáverka. Þá var hinn drengurinn skotinn í fótinn og ein stúlknanna skotin í magann og báða handleggi. Kennarinn var skotinn í magann og báða handleggi. Hald hefur verið lagt á tvær skammbyssur sem drengurinn beitti í árásinni og talið að hann hafi tekið skotvopnin af heimili föður síns. Faðirinn hefur einnig verið handtekinn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Serbíu, frá 5. til 7. maí.
Serbía Tengdar fréttir Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25