Juventus og Atalanta með með mikilvæga sigra í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 18:19 Dusan Vlahovic skoraði fyrir Juventus í dag. Vísir/Getty Juventus tyllti sér í annað sæti Serie A eftir 2-1 sigur á Lecce í dag. Þá er Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á Spezia. Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B. Ítalski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Sjá meira
Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Sjá meira