Hissa og hneyksluð þegar hún sá íslenska fánann Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 11:01 Úlfynjurnar í Roma fögnuðu ítalska meistaratitlinum í fyrsta sinn um helgina. Getty/Luciano Rossi Norska landsliðskonan Emilie Haavi vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar hún sá íslenska fánann í fagnaðarlátunum eftir að hafa orðið ítalskur meistari í fótbolta með Roma um helgina. Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni. Ítalski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Sjá meira
Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Sjá meira