Vekja Hringbraut upp frá dauðum með nýjum sjónvarpsþáttum Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 14:50 Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir að til standi að setja þrjá til fjóra nýja þætti undir merkjum Hringbrautar á næstunni. Vísir/samsett Framleiðsla á sjónvarpsþáttum undir merkjum Hringbrautar hefst aftur um helgina, aðeins rúmum mánuði eftir að útsendingum samnefndrar sjónvarpsstöðvar var hætt við gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins. Þættirnir verða meðal annars aðgengilegir í sjónvarpi Símans. Útgáfu Fréttablaðsins var hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis þegar Torg ehf., móðurfélag þeirra, varð gjaldþrota í lok mars. Öllu starfsfólki miðlanna var sagt upp og sagt að sækja eftirstandandi launagreiðslur í ábyrgðarsjóð launa. Rekstur DV.is, Hringbrautar.is og Iceland Magazine var færður yfir í Fjölmiðatorgið ehf., annars eignarhaldsfélags sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, stofnaði síðasta haust. Helgi er eigandi Fjölmiðlatorgsins og Jón Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, stjórnarmaður þess. Nokkrir starfsmenn DV voru ráðnir til áframhaldandi starfa fyrir nýja félagið. Síðan þá hafa greinar haldið áfram að birtast á vefsíðu Hringbrautar. Engar upplýsingar eru um starfsmenn miðilsins á síðunni og greinar sem þar birtast eru ómerktar. Íþróttaþættir fyrstu skrefin í endurreisninni Nú á nýtt líf að færast í Hringbraut. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir farið verði af stað með vefsjónvarpsþætti sem birtist á vef Hringbrautar, DV og í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn verður sýndur um helgina en það er „Íþróttavikan“, þáttur sem var áður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hann verður á dagskrá vikulega undir stjórn Helga Fannars Sigurðssonar af vefmiðlinum 433. Umfjöllun um Lengjudeildina, Íslandsmótið í knattspyrnu, er á næsta leiti. „Þetta eru svona fyrstu tvö skrefin í endurreisn Hringbrautar,“ segir Björn. Á næstu vikum er ætlunin að byrja á nokkrum þáttum til viðbótar undir merkjum Hringbrautar. Auk þess verða valdir þættir af eldra efni Hringbrautar aðgengilegir á sjónvarpi Símans. „Við ætlum ekki að gleypa heiminn í einum bita. Við ætlum að taka þetta í skrefum og kynna einhverja þætti á næstu vikum. Við ætlum örugglega að byrja á svona þremur, fjórum, allavegana til þess að byrja með,“ segir hann. Björn verður þó ekki sjálfur yfir dagskrá Hringbrautar. Umsjónarmenn hvers þáttar fyrir sig ráði efnistökum. Stórir hlutir að gerast. Hringbraut vaknar til lífsins og það eru nýjar stjörnur í húsinu @hrafnkellfreyr @helgifsig pic.twitter.com/RT7NtpwLvf— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 4, 2023 Keypti vörumerkin út úr Torgi Spurður að því hvort að endurreisn Hringbrautar undir fána nýs félags svo skömmu eftir gjaldþrot Torgs sé dæmi um kennitöluflakk bendir Björn á að Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs og áður Torgs, hafi keypt vörumerkið fyrir nokkru síðan. Helgi sagði Heimildinni í síðasta mánuði að eignir tengdar fjölmiðlafyrirtækjunum hafi ekki verið inni í Torgi þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Hofgarðar, annað félag í hans eigu, hafi keypt vörumerki Hringbrautar, DV og Fréttablaðsins fyrir hátt í hálfan milljarð króna fyrir tveimur árum. Rökstuddi hann viðskiptin þannig að þeim hafi verið ætlað að styrkja lausafjárstöðu Torgs á þeim tíma. „Hann er í raun og veru að veita fjölmiðlafólki leyfi til þess að nota þessi vörumerki í sinn rekstur,“ segir Björn. Hópur verktaka sem starfaði fyrir Torg sagðist um helgina ætla að stefna Helga á þeim forsendum að félag hans hafi haldið áfram að taka við þjónustu þeirra jafnvel þótt hann hafi vitað að það væri ógjaldfært í aðdraganda gjaldþrotsins. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Útgáfu Fréttablaðsins var hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis þegar Torg ehf., móðurfélag þeirra, varð gjaldþrota í lok mars. Öllu starfsfólki miðlanna var sagt upp og sagt að sækja eftirstandandi launagreiðslur í ábyrgðarsjóð launa. Rekstur DV.is, Hringbrautar.is og Iceland Magazine var færður yfir í Fjölmiðatorgið ehf., annars eignarhaldsfélags sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, stofnaði síðasta haust. Helgi er eigandi Fjölmiðlatorgsins og Jón Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, stjórnarmaður þess. Nokkrir starfsmenn DV voru ráðnir til áframhaldandi starfa fyrir nýja félagið. Síðan þá hafa greinar haldið áfram að birtast á vefsíðu Hringbrautar. Engar upplýsingar eru um starfsmenn miðilsins á síðunni og greinar sem þar birtast eru ómerktar. Íþróttaþættir fyrstu skrefin í endurreisninni Nú á nýtt líf að færast í Hringbraut. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir farið verði af stað með vefsjónvarpsþætti sem birtist á vef Hringbrautar, DV og í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn verður sýndur um helgina en það er „Íþróttavikan“, þáttur sem var áður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hann verður á dagskrá vikulega undir stjórn Helga Fannars Sigurðssonar af vefmiðlinum 433. Umfjöllun um Lengjudeildina, Íslandsmótið í knattspyrnu, er á næsta leiti. „Þetta eru svona fyrstu tvö skrefin í endurreisn Hringbrautar,“ segir Björn. Á næstu vikum er ætlunin að byrja á nokkrum þáttum til viðbótar undir merkjum Hringbrautar. Auk þess verða valdir þættir af eldra efni Hringbrautar aðgengilegir á sjónvarpi Símans. „Við ætlum ekki að gleypa heiminn í einum bita. Við ætlum að taka þetta í skrefum og kynna einhverja þætti á næstu vikum. Við ætlum örugglega að byrja á svona þremur, fjórum, allavegana til þess að byrja með,“ segir hann. Björn verður þó ekki sjálfur yfir dagskrá Hringbrautar. Umsjónarmenn hvers þáttar fyrir sig ráði efnistökum. Stórir hlutir að gerast. Hringbraut vaknar til lífsins og það eru nýjar stjörnur í húsinu @hrafnkellfreyr @helgifsig pic.twitter.com/RT7NtpwLvf— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 4, 2023 Keypti vörumerkin út úr Torgi Spurður að því hvort að endurreisn Hringbrautar undir fána nýs félags svo skömmu eftir gjaldþrot Torgs sé dæmi um kennitöluflakk bendir Björn á að Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs og áður Torgs, hafi keypt vörumerkið fyrir nokkru síðan. Helgi sagði Heimildinni í síðasta mánuði að eignir tengdar fjölmiðlafyrirtækjunum hafi ekki verið inni í Torgi þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Hofgarðar, annað félag í hans eigu, hafi keypt vörumerki Hringbrautar, DV og Fréttablaðsins fyrir hátt í hálfan milljarð króna fyrir tveimur árum. Rökstuddi hann viðskiptin þannig að þeim hafi verið ætlað að styrkja lausafjárstöðu Torgs á þeim tíma. „Hann er í raun og veru að veita fjölmiðlafólki leyfi til þess að nota þessi vörumerki í sinn rekstur,“ segir Björn. Hópur verktaka sem starfaði fyrir Torg sagðist um helgina ætla að stefna Helga á þeim forsendum að félag hans hafi haldið áfram að taka við þjónustu þeirra jafnvel þótt hann hafi vitað að það væri ógjaldfært í aðdraganda gjaldþrotsins.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53
Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22