Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2023 14:17 Mýrdalsjökull dramatískur séður úr linsu Ragnars Axelssonar. Vísir/RAX Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir í samtali við fréttastofu að virknin nú hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið grunnir. „Þegar um er að ræða kvikuhreyfingar þá er virknin allt önnur og fleiri minni skjálftar. Þetta datt eiginlega alveg niður um klukkan ellefu sem bendir þá til að þetta tengist frekar vatni og jarðhita,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir nauðsynlegt að fylgjast áfram með stöðunni á svæðinu. Vísir/Vilhelm Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki hefur þó mikið gerst eftir klukkan 11. Ragnar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, flaug yfir Mýrdalsjökul á góðviðrisdegi fyrir tveimur vikum og á myndunum að neðan má sjá sigdæld í jöklinum. Langlíklegast að þetta sé búið Kristín segir langlíklegast að það muni ekkert meira gerast. „Það var þannig árið 2016 þegar síðast voru skjálftar af þessari stærðargráðu á þessu svæði. Það er enginn sérstakur gosórói núna eða eitthvað sem bendi til að það sé vatn á leiðinni. Það má vera að þessi hrina núna sé til marks um breyttar aðstæður hvað varðar aðgengi að vatni og þrýstingi í jarðskorpunni. Við þurfum bara að halda áfram að fylgjast vel með. Stundum koma hlaup úr þessum kötlum, en það lekur líka úr þeim jafnt og þétt. En það er ákveðin óvissa núna.“ Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum.Vísir/RAX Fylgjast áfram vel með Kristín segir að alltaf þegar verða skjálftar sem þessir þá er nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Þetta er þokkalegur hristingur, sá mesti frá árinu 2016. Þessir skjálftar fundust vel víða. Þegar er svona óróleikatímabil þá þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. En það er ekkert núna sem bendir til að það sé eitthvað fleira að fara að gerast.“ Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Almannavarnir Tengdar fréttir „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03 Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir í samtali við fréttastofu að virknin nú hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið grunnir. „Þegar um er að ræða kvikuhreyfingar þá er virknin allt önnur og fleiri minni skjálftar. Þetta datt eiginlega alveg niður um klukkan ellefu sem bendir þá til að þetta tengist frekar vatni og jarðhita,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár, segir nauðsynlegt að fylgjast áfram með stöðunni á svæðinu. Vísir/Vilhelm Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í morgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst í dag, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki hefur þó mikið gerst eftir klukkan 11. Ragnar Axelsson, ljósmyndari fréttastofu, flaug yfir Mýrdalsjökul á góðviðrisdegi fyrir tveimur vikum og á myndunum að neðan má sjá sigdæld í jöklinum. Langlíklegast að þetta sé búið Kristín segir langlíklegast að það muni ekkert meira gerast. „Það var þannig árið 2016 þegar síðast voru skjálftar af þessari stærðargráðu á þessu svæði. Það er enginn sérstakur gosórói núna eða eitthvað sem bendi til að það sé vatn á leiðinni. Það má vera að þessi hrina núna sé til marks um breyttar aðstæður hvað varðar aðgengi að vatni og þrýstingi í jarðskorpunni. Við þurfum bara að halda áfram að fylgjast vel með. Stundum koma hlaup úr þessum kötlum, en það lekur líka úr þeim jafnt og þétt. En það er ákveðin óvissa núna.“ Ragnar Axelsson flaug nýlega yfir Mýrdalsjökul og myndaði hann úr háloftunum.Vísir/RAX Fylgjast áfram vel með Kristín segir að alltaf þegar verða skjálftar sem þessir þá er nauðsynlegt að fylgjast vel með. „Þetta er þokkalegur hristingur, sá mesti frá árinu 2016. Þessir skjálftar fundust vel víða. Þegar er svona óróleikatímabil þá þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. En það er ekkert núna sem bendir til að það sé eitthvað fleira að fara að gerast.“
Katla Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Almannavarnir Tengdar fréttir „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03 Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
„Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39
Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4. maí 2023 11:03
Kröftug skjálftahrina og fluglitakóði við Kötlu settur á gult Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli klukkan 9:41 í morgun. Óyfirfarnar niðurstöður jarðvássérfræðinga Veðurstofunnar sýna að þrír skjálftanna voru yfir fjórir að stærð; frá 4,2 upp í 4,5. Um sjö skjálftar hafa orðið á stærðarbilinu þrír til fjórir. 4. maí 2023 10:14