Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 16:09 Teikning listamanns af stjörnunni ZTF SLRN-2020 gleypa gasrisa. International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/M. Garlick/M. Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira