Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2023 17:53 Ed Sheeran í New York í dag. AP/John Minchillo Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Let‘s Get It On kom út árið 1973 og þykir klassískt lag sem hefur ítrekað verið spilað í útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum í gegnum árin. Thinking Out Loud kom út árið 2014 og hefur notið gífurlegra vinsælda. Sheeran vann til að mynda Grammy verðlaun fyrir besta lagið það ár. Sheeran var bitni í réttarhöldunum og hélt hann því þá fram að Let‘s Get It On hefði ekki verið í huga hans þegar hann samdi Thinking Out Loud. Hann tók meðal annars upp gítar í vitnastúkunni, spilaði lagið og lýsti ferlinu þegar hann samdi það. Þá sagðist Sheeran oft ekki leggja mikinn tíma í að semja lög sín heldur yrðu þau til úr því sem gengi á í lífi hans á hverjum tímapunkti. Sjá einnig: Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Hann sagðist hafa samið lagið með vini sínum Amy Wadge og að uppljómunin hefði komið vegna nýs sambands sem hann var í og frá sambandi ömmu hans og afa. Kathryn Townsend Griffin, dóttir tónlistarmannsins Ed Townsdend fyrir utan dómshúsið í New York í dag.AP/John Minchillo Sheeran sagði einnig að hann þyrfti að vera algjört fífl til að stela einhverju frægasta lagi heims og flytja það ítrekað fyrir framan tugi þúsunda manna. Þó lögin gætu að hluta til verið lík þegar kemur að hljómum og takti, byggi þau þó bæði á „stafrófi tónlistarinnar“ sem allir tónlistarmenn verði að hafa aðgang að. Áhugasamir geta hlustað á lögin hér að neðan. Tónlist Höfundarréttur Bandaríkin Tengdar fréttir Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31 Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10 Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00 Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Let‘s Get It On kom út árið 1973 og þykir klassískt lag sem hefur ítrekað verið spilað í útvarpi, kvikmyndum og auglýsingum í gegnum árin. Thinking Out Loud kom út árið 2014 og hefur notið gífurlegra vinsælda. Sheeran vann til að mynda Grammy verðlaun fyrir besta lagið það ár. Sheeran var bitni í réttarhöldunum og hélt hann því þá fram að Let‘s Get It On hefði ekki verið í huga hans þegar hann samdi Thinking Out Loud. Hann tók meðal annars upp gítar í vitnastúkunni, spilaði lagið og lýsti ferlinu þegar hann samdi það. Þá sagðist Sheeran oft ekki leggja mikinn tíma í að semja lög sín heldur yrðu þau til úr því sem gengi á í lífi hans á hverjum tímapunkti. Sjá einnig: Samdi sjö lög á fjórum tímum eftir krabbameinsgreiningu eiginkonunnar Hann sagðist hafa samið lagið með vini sínum Amy Wadge og að uppljómunin hefði komið vegna nýs sambands sem hann var í og frá sambandi ömmu hans og afa. Kathryn Townsend Griffin, dóttir tónlistarmannsins Ed Townsdend fyrir utan dómshúsið í New York í dag.AP/John Minchillo Sheeran sagði einnig að hann þyrfti að vera algjört fífl til að stela einhverju frægasta lagi heims og flytja það ítrekað fyrir framan tugi þúsunda manna. Þó lögin gætu að hluta til verið lík þegar kemur að hljómum og takti, byggi þau þó bæði á „stafrófi tónlistarinnar“ sem allir tónlistarmenn verði að hafa aðgang að. Áhugasamir geta hlustað á lögin hér að neðan.
Tónlist Höfundarréttur Bandaríkin Tengdar fréttir Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31 Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10 Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00 Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30
Sakaður um að stela af Marvin Gaye og krafinn um tíu milljarða Sheeran er sakaður um að nota hluta úr lagi söngvarans Marvins Gaye, Let's Get It On, í lagi sínu Thinking Out Loud. 29. júní 2018 08:31
Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing. 9. júní 2016 10:10
Bætur vegna Blurred Lines lækkaðar um tvær milljónir dala Bætur sem tónlistarmennirnir Pharrell Williams og Robin Thicke voru dæmdir til að borga fjölskyldu Marvin Gaye vegna lagastulds voru í gær lækkaðar um 2 milljónir dala. 15. júlí 2015 12:00
Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Ferill Robins Thicke rjúkandi rústir. 11. mars 2015 15:19