Marin segir þau enn góða vini og að þau muni enn umgangast hvort annað. Þá kalla þau bæði eftir næði og segjast ekki ætla að tjá sig frekar um ákvörðunina.
Í frétt finnska ríkisútvarpsins segir að þau hafi gift sig fyrir tæpum þremur árum, í ágúst 2020, en þau hafi verið í sambandi frá því þau voru átján ára gömul.
Síðasta sumar var myndböndum af Sönnu að dansa og syngja í samkvæmum lekið á netið og olli það nokkru fjaðrafoki í Finnlandi. Vegna þeirra fór Sanna Marin, sem nú er 37 ára gömul, í fíknefnapróf. Rannsókn leiddi í ljós að hún hefði ekki brotið af sér.
Stjórnarviðræður standa yfir í Finnlandi en Sanna Marin verður ekki í næstu ríkisstjórn og mun þá láta af störfum.